Tökum húmorinn í þetta

Því miður tel ég að grunnmistök ríkisstjórnar hafi verið að þegja eða kveða hálfkveðna vísur. Leysa ekki vandann á yfirvegaðan hátt og gæta þess að reiðin magnist ekki. Til dæmis með upplýsingum sem róa þjóðfélagið, snögg viðbrögð við grunsamlegum viðskiptum í bönkum, ráðherrar taki ábyrgð á gjörðum sínum og fleira.

En ef þeir gera það ekki þá verðum við að gera það.

Nú finnst mér að við ættum að draga upp landsfrægan húmorinn í aðgerðum okkar.  Snúum blaðinu við.

Hjartanlega sammála HErði þegar ég segi að við eigum að hafa hemil á okkar eigin fólki. Ofbeldi er ekki hluti af mótmælum okkar, heldur reiðin. Reiði er skiljanleg , en ofbeldi ekki. 

Sýnum yfirvegun og stöndum saman.  Notum á stjórnvöld sömu meðul og við höfum fengið. 

Yrðum ekki á þau og förum að leika okkur eins og við höfum engu að tapa.

  • Sýnum reiði okkar í skoðanakönnunum. Allir sem einn eiga að neita að kjósa flokka.  Þegjum yfir pólitískri afstöðu.  Gerum fylgi flokka NÚLL. Styðjum Nýtt Ísland.
  • Hættum að skemma og ógna við Alþingi og Stjórnarráð.  Það er olía á eldinn fyrir valdstjórnina.  Færum þeim frekar gjafir. Til dæmis eitt lítið blóm eða kerti eins og við minningarathafnir. Gerum valdstjórninni erfiðara með að nota lögregluna gegn okkur. 
  • Það er engin reiður út í bílinn þegar ökumaðurinn keyrir fullur.  Verndum lögregluna og sýnum þeim virðingu, EKKI ofbeldi. Heilsum þeim með handarbandi og segjum þeim að við séum bara að endurgjalda vanvirðingu stjórnvalda og okkur þyki leitt að þeir þurfi að standa þarna.  Hvetjum þá til að leggja frá sér skildina og koma að spjalla. 
  • Látum reiðina bitna á spilltum bönkunum til dæmis með því að taka út allan peninginn okkar, hætta að nota debit og kreditkort og þannig hætta að "gefa" þeim færslugjöldin.  Meira að segja hægt að svelta bankana um afborganir.  Sýnum að við viljum ekki og neitum að notast við óbreitt fjármálakerfi.
  • Fáum óhlutdræga hagfræðinga til að benda okkur á hvaða banki er minnst spilltur, og færum öll okkar viðskipti þangað. Tökum veltuna frá verstu spillingunni.
  •  Mótmælum. Mætum á öll mótmæli og tökum vini okkar með. Fjöldinn segir meira en nokkur orð.  Samstaða segir meira en nokkur orð.  Gætum þess að sýna stillingu og yfirvegun.  Stjórnvöld hafa mætt okkur með þögn og bjóða okkur ofbeldi gegnum lögreglu. Sýnum að við erum meiri mannsekjur.

Látum reiðina bíta, en látum hana bíta spillinguna.  Húmorinn er málið.

 


mbl.is „Við viljum ekki ofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins

Á Íslandi er ekki lýðræði í sinni eðlilegu mynd. Ekki heldur Einræði í þeirri merkingu (að minnsta kosti ekki komið í ljós, en hver veit). Íslandi er augljóslega stjórnað af fáum. Þar sem Íslandi er stjórnað af fáum, þá eigum við að temja okkur notkun...

Hvað er Þorgerður að meina??

Hér má líta minn skilning á orðum Þorgerðar Katrínar „Öll mótmæli í lýðræðisríki eru eðlileg. En þau mega heldur ekki ganga það langt að þau fari að snúast upp í andhverfu sína." Með öðrum orðum eru mótmælin að virka. Þetta er það sem fólkið í...

Leiksýning af bestu gerð

Ég er blessunarlega laus við stjórnmálapælingar og það er sáraeinfalt að kaffæra mér í pólitískri umræðu, jafnvel þótt ég fari með hárrétt mál. En ég þekki gott leikrit þegar ég sé það. Nýtt stykki sem sett var upp fyrir stuttu af Leikfélagi Framsóknar...

Koma svo!! Leka!!!

Ég er með hugmynd fyrir alla þá sem sitja með magann í hnút og samviskubit vegna vitneskju sem hrundið gæti spillingarkerfinu, en þorir ekki að tjá sig af ótta við spillingarkerfið. Höfum Lekadaga . Til dæmis á hverjum föstudegi. Og þá leka margir,...

Vorum víst fær um að bjarga kerfinu!!

Ég leyfi mér að segja það að við vorum víst fær um að bjarga kerfinu, og höfðum nægan tíma. Því miður voru viðvaranir oft nefndar samsæriskenningar og ég ásamt mörgum tók ekki mikið mark á þeim. „Þetta er ekkert venjulegt ástand. Þegar þetta skall...

Gas á Gaza

Skildi þetta ömurlega hernaðarbrölt Ísraela hafa einhvern tilgang? Ég hef alltaf talið að þessi heift sé tilkomin vegna trúar? Gæti það verið að Ísraelar sjá einhvern pening og hag í því að koma Palestínumönnum til hliðar. Það hangir meira á spýtunni....

Asakreppa og skuldaviðvörun

Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir stormi um allt landið undir áramót. Spáð er vaxandi stýrivöxtum, 18-20 % um og eftir mánaðarmót og víða verðbólgu, þó síst á Norðausturlandi. Skuldir fara vaxandi eftir því sem líður á árið og fer kaupmáttur hjaðnandi. Þar...

Ég kann ekki að lenda, sagði bankastjórinn

Seðlabankastjóri nokkur flaug efnahagsstefnu sinni með 300.000 farþegum innanborðs alla leið frá Stöðuleika til Góðæris, en tilkynnti þeim þá að hann yrði að snúa við þar sem hann væri "ekki hæfur til að lenda". Bankastjórinn tók ákvörðun sína þar sem...

Ráðherra fær linsur

Ármann M. Magnússon Utanviðsigráðherra fékk sjónina á ný með kontaktlinsum. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn í sögu stjórnmála sem þetta er gert. Ármann er 55 ára gamall, fagurrauður ráðherra, og hann þjáðist af augnsjúkdómi sem gerði það að verkum að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband