22.1.2009 | 12:06
Tökum húmorinn í þetta
Því miður tel ég að grunnmistök ríkisstjórnar hafi verið að þegja eða kveða hálfkveðna vísur. Leysa ekki vandann á yfirvegaðan hátt og gæta þess að reiðin magnist ekki. Til dæmis með upplýsingum sem róa þjóðfélagið, snögg viðbrögð við grunsamlegum viðskiptum í bönkum, ráðherrar taki ábyrgð á gjörðum sínum og fleira.
En ef þeir gera það ekki þá verðum við að gera það.
Nú finnst mér að við ættum að draga upp landsfrægan húmorinn í aðgerðum okkar. Snúum blaðinu við.
Hjartanlega sammála HErði þegar ég segi að við eigum að hafa hemil á okkar eigin fólki. Ofbeldi er ekki hluti af mótmælum okkar, heldur reiðin. Reiði er skiljanleg , en ofbeldi ekki.
Sýnum yfirvegun og stöndum saman. Notum á stjórnvöld sömu meðul og við höfum fengið.
Yrðum ekki á þau og förum að leika okkur eins og við höfum engu að tapa.
- Sýnum reiði okkar í skoðanakönnunum. Allir sem einn eiga að neita að kjósa flokka. Þegjum yfir pólitískri afstöðu. Gerum fylgi flokka NÚLL. Styðjum Nýtt Ísland.
- Hættum að skemma og ógna við Alþingi og Stjórnarráð. Það er olía á eldinn fyrir valdstjórnina. Færum þeim frekar gjafir. Til dæmis eitt lítið blóm eða kerti eins og við minningarathafnir. Gerum valdstjórninni erfiðara með að nota lögregluna gegn okkur.
- Það er engin reiður út í bílinn þegar ökumaðurinn keyrir fullur. Verndum lögregluna og sýnum þeim virðingu, EKKI ofbeldi. Heilsum þeim með handarbandi og segjum þeim að við séum bara að endurgjalda vanvirðingu stjórnvalda og okkur þyki leitt að þeir þurfi að standa þarna. Hvetjum þá til að leggja frá sér skildina og koma að spjalla.
- Látum reiðina bitna á spilltum bönkunum til dæmis með því að taka út allan peninginn okkar, hætta að nota debit og kreditkort og þannig hætta að "gefa" þeim færslugjöldin. Meira að segja hægt að svelta bankana um afborganir. Sýnum að við viljum ekki og neitum að notast við óbreitt fjármálakerfi.
- Fáum óhlutdræga hagfræðinga til að benda okkur á hvaða banki er minnst spilltur, og færum öll okkar viðskipti þangað. Tökum veltuna frá verstu spillingunni.
- Mótmælum. Mætum á öll mótmæli og tökum vini okkar með. Fjöldinn segir meira en nokkur orð. Samstaða segir meira en nokkur orð. Gætum þess að sýna stillingu og yfirvegun. Stjórnvöld hafa mætt okkur með þögn og bjóða okkur ofbeldi gegnum lögreglu. Sýnum að við erum meiri mannsekjur.
Látum reiðina bíta, en látum hana bíta spillinguna. Húmorinn er málið.
![]() |
Við viljum ekki ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 11:17
Orð dagsins
Pælingar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 23:30
Hvað er Þorgerður að meina??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 10:35
Leiksýning af bestu gerð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 13:45
Koma svo!! Leka!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2009 | 17:25
Vorum víst fær um að bjarga kerfinu!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.1.2009 | 12:23
Gas á Gaza
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2008 | 13:10
Asakreppa og skuldaviðvörun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 17:19
Ég kann ekki að lenda, sagði bankastjórinn
Fréttahringl | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 14:21
Ráðherra fær linsur
Fréttahringl | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)