Varað við gylliboðum

Datt um aðra frétt sem á vel við:

Landlæknir hvetur fólk til þess að vera gagnrýnið á auglýsingar um alls konar gylliboð þar sem boðið er upp á töfralausnir sem eiga að lagfæra það sem hrjáir landsmenn.

„Frá örófi alda hafa komið fram töfralausnir sem eiga að lagfæra það sem hrjáir okkur mannfólkið. Fæstar af þeim hafa nokkur áhrif umfram þau sem trúin gefur okkur á lækningamáttinn. Oft létta þær eingöngu pyngju þess sem keypti.

Enn þann dag í dag er til ógrynni sölumanna sem lofa fólki betri heilsu og vellíðan. Tilboðin eru margvísleg en byggja á misjafnlega vel staðfestum rannsóknum. Okkur standa til dæmis til boða tilteknar rannsóknir [...] sem eiga að greina öll okkar vandamál með skjótum hætti. Í kjölfarið fylgja boð um ráðgjöf, meðferð og leiðir til að losna við sjúkdóma og annað fár. Fæst af því sem falboðið er á þennan hátt byggir á rannsóknum sem hafa verið staðfestar með vísindalegum hætti.

Landlæknisembættið hefur ítrekað hvatt fólk til að vera gagnrýnið á auglýsingar um tilboð af þessum toga. Einnig er nauðsynlegt að vera á varðbergi þegar lofað er bata, sér í lagi ef hann á að ná til margs konar kvilla og sjúkdóma. [...].

Höfum í huga að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það oftast ekki satt,“ segir á vef Landlæknisembættisins.


mbl.is „Björguðum Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband