Hvað er Þorgerður að meina??

Hér má líta minn skilning á orðum Þorgerðar Katrínar 

 „Öll mótmæli í lýðræðisríki eru eðlileg. En þau mega heldur ekki ganga það langt að þau fari að snúast upp í andhverfu sína."

Með öðrum orðum eru mótmælin að virka.  Þetta er það sem fólkið í landinu vill.  Stoppa vitleysuna.

Hún segir að stjórnvöld verði að sýna því skilning hverju sé verið að mótmæla.

Hljómar eins og stjórnvöld hafi ekki haft skilning á reiði fólksins.

Margir séu eðlilega óöruggir við núverandi aðstæður

Nákvæmlega enginn skilningur á reiðinni. Úti í lýðræðinu sjáum við fyrirtæki og fjölskyldur stefna í gjaldþrot.  Óöryggið hefur varað í marga mánuði.

„Maður sýnir því skilning"

Þ.e. óörygginu. Og takið eftir orðalaginu. "Maður" sýnir því skilning.  Ekki "ég" eða "Ríkisstjórn".  Þriðju persónugert til að færa sig frá ábyrgð.  Sama skilningsleysið.

En um leið þá gerir maður þá kröfu að þeir sem hafa hátt um lýðræði og kjarna lýðræðisins verði að bera virðingu fyrir stofnunum lýðræðisins. Þar er Alþingi, löggjafarvaldið, algjört lykilatriði,“ segir hún.

Aftur einhver "maður" með kröfu !?! Hvað með þá hugmynd að stjórnvöld sýni landsmönnum virðingu? Smá alvöru upplýsingar og jafnvel nokkur skref í rétta átt. Er of frekt að biðja um aðrar lausnir en meiri skuldir?

Þorgerður Katrín segir að nú sé ekki rétti tíminn til að boða til kosninga, líkt og mótmælendur hafa krafist. „Ríkisstjórnin verður að halda kúrs og standa í lappirnar, en það þýðir ekki að það verði ekki breytingar. Það er eðlileg krafa að það verði einhverjar breytingar og það er eitthvað sem menn hljóta alltaf að líta til, segir hún.  

Hvaða menn ætli það verði sem hljóta að líta til breytinga?  Þriðju persónu blaður sem sýnir skort á ábyrgð. Hljómar eins og hún stefni ekki á miklar breytingar.

Spurð út í það hvort mótmælin séu farin að hafa áhrif segir Þorgerður Katrín: „Persónlega þá tekur maður þetta inn á sig. Og maður skilur reiði fólksins. Ég leyni því ekkert,“ 

Persónuega tekur einhver "maður" þetta inn á sig,  og "maður" skilur reiðina !?! Er hún í alvöru að tala um skilning á reiði þjóðarinnar í þriðju persónu? Meiri ábyrgðarskortur.

Hún segir hins vegar að stjórnvöld verði að halda vinnu sinni áfram. „Við verðum að halda þessu kerfi okkar gangandi. Við verðum að reyna koma okkur enn betur af stað. Við verðum að taka afdrifaríkar ákvarðanir, bæði í utanríkis-, peninga- og efnahagsmálum þjóðarinnar.“

Nú skil ég ekki. Fyrst talar hún um að vinna áfram, en svo er enn verið að reyna komast enn betur af stað.  Þýðir þetta að illa hafi gengið að koma vinnu af stað?    Og hvaða afdrifaríku ákvarðanir munu verða teknar?  Ætli þjóðin fái að meta þær?


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skyldi þó ekki vera að afdrifaríku ákvarðanirnar hennar Þorgerðar felist í því hvort ALLT SKULI UPP Á BORÐIÐ eins og hún lofaði í haust eða hvort áfram verði reynt að sópa undir teppin.

Þeir ráðherrar og þingmenn sem vilja eiga pólítíska framtíð eftir "tiltekt" ættu að segja formlega af sér ekki seinna en á morgun. Útspilið hans Helga Hjörvars frá í kvöld er arfaslakt og varla margir sem kæra sig um að bíða eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að boða til nýrra kosninga. Ein veruleikafirringin enn.

Lifi byltingin!

Kolbrún (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband