12.2.2009 | 11:34
Merkileg grein
Friðbjörn Orri Ketilsson skrifaði merkilega grein á AMX í gær, og ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka henni.
Drengurinn hefur ýmislegt gott til málana að leggja. Til dæmis að það er ekki öll þjóðin sem heimtar svör heldur bara 5000 manns. Fleiri borða fisk og halda með hálendinu, og enn fleiri standa með samkynhneigðum.
Við þurfum þó ekkert að óttast. Friðbjarnarmenn eru menn málefnalegra röksemda, lýðræðis og friðar. Og þar sem það er bara 1,4% þjóðarinnar sem heimtar upplýsingar, þá er það varla vinnunnar virði að svara með málefnalegum röksemdum. Og þar sem aðeins 1,4% þjóðarinnar er ósátt, er það varla ógn við lýðræðið né friðinn. 98,6% þjóðarinnar er að borga reikningana í ró og næði og hefur ekkert spurt af hverju allt hækkaði.
Samt er það ofbeldi og ofsóknum 1,4% þjóðarinnar að kenna að lýðræðisleg meirihlutastjórn féll frá völdum.
Það var ofbeldi á götum Reykjavíkurborgar sem knésetti einu vitrænu stefnuna sem þetta land gæti farið.
Og vonin okkar, einn af klettum þjóðarinnar, Davíð Oddsson, sem hefur staðið vörð um okkur öll, stendur óbugaður í lappirnar á móti þessu óréttláta ofbeldi og ofsóknum fárra.
Mig grunar að FOK hafi ekki skrifað þessa grein til að hylla Davíð, heldur vegna þess að hann óttast að þjóðin gerir eins og nýfrjálshyggjan hefur kennt henni. 98,6% þjóðarinnar virðist málefnalega, lýðræðislega og friðsamlega sitja heima og þegja meðan 1,4% þjarmar að DO.
Pælingar | Breytt 15.2.2009 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2009 | 12:28
Atlaga að Frjálslynda flokknum
Fíflaskapur | Breytt 15.2.2009 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.2.2009 | 14:41
Ef ég væri ríkur - Tekjuskortari part II
Afnám skulda | Breytt 15.2.2009 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 12:51
Ertu tekjuskortari?
Afnám skulda | Breytt 15.2.2009 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2009 | 12:27
Velferðarmarkmið fjármála
Fjármál | Breytt 15.2.2009 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 10:25
Hömlulausir skuldarar
Afnám skulda | Breytt 15.2.2009 kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 17:24
Í tilefni Bóndadagsins
Spaugilegt | Breytt 11.2.2009 kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 00:07
Orka framtíðarinnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 13:45
Hagnýt húsráð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 12:44
Góð hugmynd, en í ranga átt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)