Hömlulausir skuldarar

nóg af peningum

Vandamįl

Ég veit žaš aš fullt af fólki er žessa dagana aš berjast ķ bökkum fjįrhagslega.  Yfirvofandi kreppa, hįir vextir, efnahagsvandi. Ég veit lķka aš margir hafa komiš sér, oft ómešvitaš, ķ mjög vonda og sįrsaukafulla stöšu ķ fjįrmįlum, og sér veruleika sinn hrynja og veit aš žaš mun taka marga meš sér ķ fallinu.  Žessi staša, auk efnahagsvanda žjóšarinnar, er aš buga marga skuldara.

Žessi skuldari lifir ķ vanmętti gagnvart fjįrmįlum og er stjórnlaus ķ leit aš lausnum. Margir dvelja einfaldlega ķ afneitun.  Skuldarinn hefur žį rörsżn og ranghugmynd aš hann geti "reddaš" heimilinu og skuldunum meš skammtķma reddingum.  Hann skortir yfirsżn og sér ašeins hluta af vandanum.  Hann er ķ skömm og gerir allt sitt til aš breiša yfir.  Vegna žess aš hann er ķ skömm žorir hann ekki aš koma upp į borš meš lżgina og notast viš žaš sem hann hefur til aš "bjarga sér".  Ręšir viš félaga frekar enn žį sem ęttu aš vita af vandamįlinu.  Hann stofnar til skulda įn įbyrgša, žvķ žęr skuldir getur hann nįlgast og nżtt  til aš bjarga įstandinu įn žess aš heimiliš viti af.  Hann stofnar til skulda ķ įbyrgš įn vitundar heimilisins, og hann lżgur aš įbyrgšarmanni um ašstęšur.  Allt er gert til aš fela skömmina og mistökin, og óheišarleikinn veršur öllu sterkari. Og žvķ lengri tķmi sem lķšur verša atburšir, afleišingar og skuldastaša verri.

Fyrir slķkan skuldara er žögnin er besta vopniš.  Skuldarinn foršast aš tala um stöšuna og oftar en ekki lżgur hann til um stöšuna til aš vernda sjįlfan sig.  Fegrar įstandiš. 

Žessi skuldasöfnun er hömlulaus.  Viškomandi upplifir sig ķ stjórnleysi og óttast framtķš og afkomu.

Hömlulaus skuldasöfnun er sįrsaukafullt, ruglandi og eyšandi afl. Hömlulaus skuldasöfnun birtist ķ żmsum myndum allt frį žvķ aš taka óįbyrg lįn til hömlulauss kaupęšis. Skuldasöfnun getur birst sem ofeyšsla, fįtęktarhugsun eša aš eiga ekki nóg. Öll skuldasöfnun hefur alvarleg įhrif į fjįrhagsleg, tilfinningaleg, andleg, lķkamleg og félagsleg gęši lķfs okkar.

Einkenni hömlulausrar skuldasöfnunnar eru mörg. Skuldarinn į žaš til aš nota setninguna "aš fį lįnaš" yfir hluti eins og sķgarettur, penna og žess hįttar, žótt vitaš sé aš slķkt verši ekki endurgreitt. Skuldari fęr lįnašar litlar fjįrhęšir hjį vinum og kunningjum. Žśsund kall hér, hundraš kall žar.  Aš vera ķ reikning, fį skrifaš, vera meš kreditkort er aš vera fulloršinn. Minni pressa og įhyggjur aš borga meš kreditkorti en aš stašgreiša. Skuldari upplifir sig merkilegan bara fyrir žaš eitt aš borga reikningana sķna eins og ašrir.  Skuldari finnst hann eignast eitthvaš žegar sótt er um lįn.  Skuldari er lokašur og vandręšalegur žegar veriš er aš ręša fjįrmįl.  Hann lętur sig litlu varša um reikninga sem ekki "veršur" aš borga žennan mįnušinn, og į oft erfitt aš muna hvernig hann ętlar aš rįšstafa žeim fjįrmunum sem hann ręšur yfir hverju sinni. Hann upplifir óraunverulegar vęntingar žess efnis aš žaš muni verša til peningar ķ framtķšinni fyrir žeim skuldbindingum sem hann ert aš stofna til ķ dag.  Hann upplifir óśtskżrša sęlutilfinningu viš žaš aš opna nżjan kredit reikning eša yfirdrįtt.  Skuldarinn telur sig varla raunverulega geta "lent" ķ alvarlegum fjįrhagsefišleikum og žaš muni alltaf vera einhver sem hann getir snśiš sér til.  Hann finnur undirliggjandi og stundum ómešvitaš tilfinningu žess efnis aš hann žurfir einhvern til žess aš hjįlpa sér til žess aš komast śt śr fjįrhagsvandręšum sķnum.

Lausn

En žaš er til lausn, og ég tel mig knśinn til žess aš kynna hana fyrir fólki žvķ enginn į skiliš aš lifa viš žessar ašstęšur.  Enginn į žaš skiliš aš draga ašra meš sér ķ sįrsauka og óheišarleika, sem hęgt er aš stoppa og leišrétta ef ašeins hugarfari gagnvart sjįlfum sér er breytt.

Lausnin er aš višurkenna vanmįtt sinn og stjórnleysi. Drepa óheišarleikann meš hreinskilni.  Ein góš leiš sem hefur reynst mörgum vel er DA (Debtors Anonymous).  DA eru samtök fólks sem hefur gengiš žessa leiš og hefur risiš upp śr myrkrinu. Žetta fólk er til stašar og er viljugt aš sżna stušning, leišbeina og kenna viškomandi aš breyta rétt.  Vera heišarlegur, óeigingjarn og löglegur.  Og umfram allt styšja viškomandi til aš žekkja sjįlfan sig og verša hreinskilinn.  

Hvernig

D.A. félagar deila reynslu, styrk og vonum svo žeir geti nįš bata viš sjśkdómi žeim sem kenndur er viš hömlulausa skuldasöfnun. Unnin eru Reynsluspor meš einföldum verkfęrum og sś vinna mun fęra efirfarandi gjafir:

1. Žar sem viš įšur höfšum örvęnt, munum viš upplifa nżja von.
2. Skżrleiki mun koma ķ staš sljóleika; viš munum geta rįšiš fram śr kringumstęšum sem įšur komu okkur ķ vanda.
3.  Viš munum lifa samkvęmt žvķ sem fjįrrįš okkar leyfa en fjįrrįš okkar munu ekki skilgreina okkur.
4. Viš munum hefja lķf ķ velmegun, įn žess aš ótti, įhyggjur, gremja og skuldir ķžyngi okkur.
5. Viš munum komast aš žvķ aš viš erum nóg, viš munum meta okkur sjįlf og framlag okkar.
6. Félagsskapur mun koma ķ staš einangrunar og trś mun koma ķ staš ótta.
7. Viš munum sjį aš žaš er til nóg; aušlindir okkar munu verša örlįtar og viš munum deila žvķ meš öšrum og D.A.
8. Viš munum hętta aš bera okkur saman viš ašra, afbrżšissemi og öfund munu hverfa.
9. Višurkenning og žakklęti munu koma ķ staš eftirsjįr, sjįlfsvorkunar og ķlöngunar.
10. Viš munum ekki lengur óttast sannleikann; Viš munum fęrast frį afneitun til lķfs ķ raunveruleika.
11. Heišarleiki mun leiša gjöršir okkar til innihaldsrķks lķfs.
12. Viš munum skilja aš mįttur, ęšri okkur sjįlfum, er uppsprettu aušlegšar okkar; viš munum komast aš žvķ aš Guš er aš gera žaš fyrir okkur sem viš gįtum ekki sjįlf.

Žetta eru ekki fjarstęšukennd loforš. Žau hafa ręst į mešal fólks sem lagšist ķ žessa vinnu ķ einlęgni og eftir bestu getu, einn dag ķ einu.

  Lķf velmegunar (aušsęldar) og ęšruleysis mun verša žitt.

heimasķša DA į Ķslandi: http://www.daiceland.org/index.htm


mbl.is Óbreyttir stżrivextir
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband