Þægilegt að hata

Það er nokkuð ljóst að kerfið sem Davíð tók þátt í að hanna virkar ekki, en Davíð er ekki sá sem notfærir sér það í dag.  Það eru fjármálafyrirtækin.  Samt hötum við Davíð.  Það er reyndar merkilegt hve fólki tekst að hata Davíð.  Ég þekki fólk sem hatar Davíð af því allir virðast hata Davíð.  Settir eru fram langir listar af afglöpum sem teljast næg ástæða til þess að hann víkji.

Ef settur er fram listi þar sem sýnt er fram á hve miklir þrjótar bankarnir eru, munum við þá krefjast þess að þeir loki?  Ef sýnt er fram á að bílalán séu þjófnaður munum við berja potta og pönnur fyrir utan SP Fjármögnun?

Ég held að fólki finnist bara þægilegt að hata Davíð.  Fólk er hrætt við það sem það hatar í alvörunni, þ.e. bankana, því þeir hafa á okkur tak.  Hóta að taka allt ef við borgum ekki uppsett verð, jafnvel þótt við vitum að það sé illska fjármálastofnanna að græða sem mest núna, forða fé, einkavæða, redda peningnum, þá hötum við bara Davíð.

Þetta er jafn skrítið og að hata bílaframleiðendur sem framleiða bíl sem hægt er að aka yfir löglegum hámarkshraða, en vera svo kammó og næs við ökuníðínginn sem síendurtekið ekur yfir fjölskyldur og stingur af. Við erum góð við ökuníðínginn sem sýnir enga iðrun og neitar að bæta sig. Ekki einu sinni aka hægar.

Beinum hatri okkar og reiði til þeirra sem eru að aka yfir okkur og stinga af á hverjum degi, þ.e. bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum.  

*Ekki láta reiðina bitna persónulega á starfsfólkinu.  Förum að sniðganga banka eins vel og mikið og við getum.  Notum reiðufé, leggjum kreditkortum, biðjum um launin okkar í peningum, lesum allt smáa letrið, forðumst að taka lán og yfirdrætti.


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldlaus.blog.is

Kæru vinir Ég hef fært skuldafrelsisbloggið yfir á skuldlaus.blog.is Þetta geri ég til þess að geta haldið áfram að fíflast með moggabloggsfréttir án þess að slíta í sundur skuldafrelsispælingarnar. Hvet þig eindregið að kikja þangað...

Erfitt að halda áætlun?

Ef þú ert í vandræðum með að halda þig við fjárhagsáætlunina þína mæli ég með þessum hugmyndum: 1. Verum raunsæ. Þegar áætla á mánaðarlega neyslu, taktu mið af venjulegri neyslu. Ef þú eyðir 80.000 kr í mat, ekki skrifa 50.000 kr í áætlunina. Skrifaðu...

Hreinskilni í fjármálum

Grunnurinn að fjárhagslegum bata, og leiðin að skuldlausu lífi, er hreinskilni í fjármálum og hafa allt uppi á yfirborðinu. Ég er ekki að tala um að blogga bókhaldið, heldur skrifa niður allar tölur um tekjur og gjöld. Hafa fjárhagsyfirlit....

Verðvitund

Margar fjölskyldur þurfa nú að skera niður útgjöld sín. Margir hafa misst vinnu og enn fleiri óttast um vinnu sína. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að lækka kostnað heimilisins til að auka ekki við skuldirnar og halda einhvers konar fjárhagslegu...

Ertu í skuld? Hættu að brenna meiri peningum

Kreditkortaskuldir og kostnaður eru einn versti óvinur okkar skuldarana og ein helsta fyrirstaðan á leið til fjárhagslegs frelsis. Kreditkort eru ein lúmskasta skuldaverksmiðja sem við höfum í fórum okkar. Ég fann á netinu ágætis reglu um notkun...

Stjórnvöld í afneitun

Mér sýnist Vilhjálmur lýsa stjórnvöldum og sérstaklega fjármálafyrirtækjum eins og ábyrgðarlausum einstaklingi í afneitun, sem þiggur ekki aðstoð við að komast úr úr brestum sínum, og neitar að viðurkenna mistökin sín.. Vil vitna í grein sem ég skrifaði...

Selja íbúð sína á Bárugötunni

Hjónin Jón Áskell Hannesson og Ingigerður Pálsdóttir hafa sett lúxusíbúð sína á Bárugötunni á sölulista og er verðið 29,5 milljónir króna (tæplega 1,8 milljónir norska króna), að sögn Fasteignir.is. Þau keyptu íbúð í húsinu 2006 fyrir 17 milljónir króna...

Ekki er allt sem sýnist

N1 auglýsir að Jóhann og Guðlaug spari sér 98.415 krónur næstu 12 mánuði með því að versla hjá N1 á Tryggðartilboði N1 . Stórfelldur sparnaður sem kemur öllum heimilum vel. Jóhann og Guðlaug eiga meðalstóran fólksbíl og jeppa. Ekkert er tekið fram hvað...

Lögmál samdráttar

"Velta hefur ekki verið minni [...] þó neytendur verji mun fleiri krónum til innkaupanna" Auðvitað kaupir fólk minna en eyðir meira, ef verðlag hækkar. Ég er mjög feginn að við höfum Rannsóknarsetur til að fylgjast með þessu fyrir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband