Ertu tekjuskortari?

Alltaf svangur?...Hefur þú einhvern tíma hafa hugsað með þér “ Bara ef ég þénaði tvöfalt meira, þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af peningum” eða “ ég mun aldrei fá almennileg laun”?

Nema þú breytir hugsanahætti þínum, munt þú ekki ná þangað sem þig langar að vera.

Það er ekki auðvelt fyrir nokkurn sem ekki sér möguleika sína að ná markmiðum sínum.

Fyrir marga er vandamálið ekki að auka tekjurnar eða spara meira, heldur sjá hugsanavillur sínar og yfirvinna þær. Margir hreinlega átta sig ekki á að þeir þéna minna en möguleikar þeirra bjóða upp á.  Þetta eru tekjuskortarar.

Liz Pulliam Weston lýsir “tekjuskorturum” í grein á MSN:

 …underearners’ lives are anything but sane or mindful. Most live in financial chaos, battling with debt or living paycheck to paycheck even if they’re making what other people would consider to be good money. They unconsciously sabotage their own progress with frivolous spending, procrastination or by failing to focus on what can get them ahead.

An underearner may work two or even three jobs without getting his head above water, yet still insist he couldn’t earn more because it would involve working too hard.

 

Tekjuskortarar mega ekki láta ótta stjórna fjármálum sínum.  Ótti getur lamað þá og þeir þora ekki að gera betur, eða halda að þeir geti ekki hætt í “öruggri” vinnu vegna þess að það þarf að borga reikningana. Það ýtir undir þá tilfinningu að vera fastur með engin tækifæri.  Og sú tilfinning byggir upp neikvæðar hugmyndir um fólk með peninga, sjá það fólk sem gráðugt, snobbað pakk og vinnusjúklinga.

Tekjuskortarar verða að hugsa jákvætt og átta sig á að þeir hafa möguleika.  

 Upplifir þú fjárhagslegar hindranir?

Tekjuskortarar eru merkilega fjölmennur hópur fólks. Tekjuskortun er huglæg hindrun og tengist engum samfélags- eða tekjuhópum.  Tekjuskortarinn getur verið jafnt ræstitæknir og læknir, lögfræðingur eða atvinnulaus.  Tekjuskortari þekkir eftirfarandi einkenni.

 

  • Síendurtekið þénar ekki nóg til að mæta þörfum sínum.
  • Þröngsýnn varðandi vinnu sem veitir fjárhagslegan stöðuleika.
  • Forðast samskipti við fólk sem vill fá þá í vinnu eða verkefni.
  • Vinnur í skiptivinnu, gefur góða afslætti af vinnu sinni, eða vinnur öðrum að kostnaðarlausu (pro-bono), í stað þess að fá pening.
  • Leiðir hugann að rómantískum hugsjónum í stað þess að ræða vinnuframa.
  • Skipta um vinnu eftir uppbyggingu, en áður en tekjur skila sér.
  • Síendurtekið segja já við vinnu eða viðskiptum sem borga ekki nóg.
  • Síendurtekið segja “nei” eða vera hræddur við tækifæri sem gefa góðar tekjur.
  • Síendurtekið of-eyða eða stofna til skulda þegar nægar tekjur eru.
  • Hafa þá sannfæringu að vera sjálfur slæmur og/eða að pengingar séu slæmir.

 

En við eigum öll von, og við þurfum ekki að yfirvinna gamla úrelda hugsun alein.  Við erum fjölmörg og byggjum daglega upp reynslu í nýjum heimi, óttalaus og róleg.  Við stöndum saman og deilum reynslu okkar.

 

Ef þú tengir við þessa grein er þér velkomið að hafa samband við mig. Ég mun einnig halda áfram að pæla í tekjuskortun á næstu dögum, og lýsa leiðum út úr kvíða og ótta og inn í innihladsríkara líf. 


mbl.is Íslendingar „nýju Pólverjarnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mikið er þetta allt kunnuglegt   En svona öllu gríni sleppt, þá er eru stærsta vandamálið að fólk útilokar sig sjálft áður en hinn aðilinn (þ.e. sá vill borga) gefst færi á að taka afstöðu.

Marinó G. Njálsson, 9.2.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Las einu sinni mikið um þetta í efni frá samtökunum Debtors Anonymous. Margar góðar pælingar þar :)

Baldvin Jónsson, 10.2.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband