Liljur á þingi

Það er orðið sorglegt að horfa upp á alla stjórnsemina og andlega ofbeldið á Alþingi. Og því lengur sem þessi "samvinna" VG og Samfylkingar gengur koma upp fleiri merki þess.

Það er auðvitað best fyrir stjórnsama leiðtoga að þingmenn fylgi flokknum gagnrýnislaust eins og sauðir. En fari einhverjir að vera óþekkir eða gagnrýna er algengt að leiðtoginn fari að knýja fram samheldni með hótunum og óþægilegum ágangi.

Nýlegt dæmi er orðalag Jóhönnu og Steingríms gagnvart órólegu VG þingmönnunum. Þá skein í gegn að knýja þurfti fram sameiningu og horfa framhjá staðreyndum. Fólki stillt upp og því hótað fylgi það ekki "stefnu" ríkisstjórnar þá dagana. Það allra skemmtilegasta er að opinberlega var mörgum þessara hótana komið áleiðis óbeint með því að segja ekki hvað er meint og meina ekki hvað er sagt. Aldagamalt stjórntæki sem allar ömmur nota og öll heimili ættu að þekkja.

Steingrímur notar aðra aðferð og snýr út úr og forðast spurningar með ótrúlega löngum orðum um allt sem tengist málinu án þess að svara spurningunum beint. Ferlega þreytandi til lengdar, en það er einmitt áætlunin, þreyta fólk til að hætta að reyna að breyta. Minnir á þegar foreldar segja "sjáðu fuglinn" til að fanga athygli barns. Merkilegt hvað margir fullorðnir falla í þessa gryfju, til dæmis fréttamenn :)

Ég dáist af hugrekki og þreki Lilju að sitja við þetta. Kannski veit hún eins og margir aðrir hvernig stjórnsemi á þingi virkar og hefur ekki fallið í meðvirknisgryfjuna enn.

Ég óska eftir fleiri Liljum á þing!!!


mbl.is Velkomin í Hreyfinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðvirkni?

Samfylking beygði af leið og fór að fylgja venjum og hefðum Sjálfstæðisflokksins. Ef um væri að ræða sambúð tveggja einstaklinga væri þetta meðvirkni, að veikari aðilinn hneigist í átt að hugmyndum og stefnu þess stjórnsamari til að rugga ekki bátnum....

Er leiðin til bata gegnum fjölmiðla?

Ég efast um ágæti þessarar aðferðar að koma í fjölmiðla og benda á gerendur í svona viðkvæmum málum. Persónulega finnst mér þetta ekki benda til þess að þolendur séu að reyna að öðlast bata frá sárum sínum. Þetta lagast ekki við að varpa málinu í hendur...

Vonandi tekur fólk rétt á þessu

Ég vona svo innilega að fólk taki aðvífandi kjarabaráttu með viti og horfi í bilið milli ríkra og fátækra. Mér þætti vænt um að sjá markmiðin snúast um að færa launakjör verkalýðsins upp og nær launum atvinnurekenda og eigenda. Sagan segir að nú komi vel...

Hvað með niðurskurð í bankakerfinu?

Á meðan fátt annað er rætt en niðurskurður og hagræðingar í heilbrigðiskerfinu virðist engu haggað í bankakerfinu. Ég tel það rétt munað hjá mér að Ríkið á tvo af risabönkunum þrem sem eru reknir með innheimtu á skuldum landsmanna. Skuldum sem eru að...

Hnignun mannkyns

Það má alltaf búast við svona snilldarhugmyndum frá aðstandendum og stuðningsmönnum kanabis. Við erum sífelt að sjá fleiri og fleiri "góðar" hugmyndir sem styðja þennan málstað að reykja ólögleg vímuefni. Á meðan einn hópurinn sýnir og segir hve kanabis...

Útúrsnúningur og ruglandi orðalag?

Það má vel vera að allar staðreyndir fréttarinnar séu réttar en málnotkunin er vægast sagt áhugaverð. Hér er verið að færa veruleikann í aðra búninga, reyna að gera raunverulega neikvæðan hlut jákvæðan með gamalli orðasálfræði. Það gerist ef að engin...

Hvað skyldu þau hafa rætt síðustu tvö árin?

Ekki virðast þau hafa rætt þessi brýnu mál neitt nákvæmlega á síðustu misserum úr því að það þarf að liggja svona vel yfir þessu núna. Þetta eru nefnilega alveg glænýjar hugmyndir. Það voru heldur ekki mótmælin sem vöktu þau af svefninum. Árið 2008 voru...

Sjálfstæðar lestar til??

Ég hef mikið dálæti á fréttum sem meina ekki það sem þær segja og þessi er engin undantekning. Nú fáum við fréttir af lest sem hefur að því er virðist sjálfstæðan vilja og tekur sig til og drepur fíla. Henni er líka eignað tveimur drápum meira í...

Yfirvarp??

Ég virði Guðrúnu Ebbu fyrir hugrekkið að fara á fund Kirkjuráðs og lýsa uppeldi sínu og samskiptum við föður sinn. Þetta er stórt skref og mikilvægt. Guðrún Ebba biður um fund með Kirkjuráði til að sýna hve nauðsynlegt er að þagga ekki niður grun um...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband