20.12.2010 | 13:48
Liljur á þingi
Það er orðið sorglegt að horfa upp á alla stjórnsemina og andlega ofbeldið á Alþingi. Og því lengur sem þessi "samvinna" VG og Samfylkingar gengur koma upp fleiri merki þess.
Það er auðvitað best fyrir stjórnsama leiðtoga að þingmenn fylgi flokknum gagnrýnislaust eins og sauðir. En fari einhverjir að vera óþekkir eða gagnrýna er algengt að leiðtoginn fari að knýja fram samheldni með hótunum og óþægilegum ágangi.
Nýlegt dæmi er orðalag Jóhönnu og Steingríms gagnvart órólegu VG þingmönnunum. Þá skein í gegn að knýja þurfti fram sameiningu og horfa framhjá staðreyndum. Fólki stillt upp og því hótað fylgi það ekki "stefnu" ríkisstjórnar þá dagana. Það allra skemmtilegasta er að opinberlega var mörgum þessara hótana komið áleiðis óbeint með því að segja ekki hvað er meint og meina ekki hvað er sagt. Aldagamalt stjórntæki sem allar ömmur nota og öll heimili ættu að þekkja.
Steingrímur notar aðra aðferð og snýr út úr og forðast spurningar með ótrúlega löngum orðum um allt sem tengist málinu án þess að svara spurningunum beint. Ferlega þreytandi til lengdar, en það er einmitt áætlunin, þreyta fólk til að hætta að reyna að breyta. Minnir á þegar foreldar segja "sjáðu fuglinn" til að fanga athygli barns. Merkilegt hvað margir fullorðnir falla í þessa gryfju, til dæmis fréttamenn :)
Ég dáist af hugrekki og þreki Lilju að sitja við þetta. Kannski veit hún eins og margir aðrir hvernig stjórnsemi á þingi virkar og hefur ekki fallið í meðvirknisgryfjuna enn.
Ég óska eftir fleiri Liljum á þing!!!
Velkomin í Hreyfinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2010 | 12:57
Meðvirkni?
Pælingar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 13:16
Er leiðin til bata gegnum fjölmiðla?
Mannleg Samskipti | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2010 | 13:23
Vonandi tekur fólk rétt á þessu
Pælingar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2010 | 10:27
Hvað með niðurskurð í bankakerfinu?
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2010 | 23:47
Hnignun mannkyns
Mannleg Samskipti | Breytt 2.11.2010 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2010 | 12:58
Útúrsnúningur og ruglandi orðalag?
Mannleg Samskipti | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2010 | 00:28
Hvað skyldu þau hafa rætt síðustu tvö árin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2010 | 10:53
Sjálfstæðar lestar til??
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2010 | 10:41