Vonandi tekur fólk rétt á þessu

græðgi og eigandinn hans

Ég vona svo innilega að fólk taki aðvífandi kjarabaráttu með viti og horfi í bilið milli ríkra og fátækra.  Mér þætti vænt um að sjá markmiðin snúast um að færa launakjör verkalýðsins upp og nær launum atvinnurekenda og eigenda.

Sagan segir að nú komi vel launaðir forkólfar hreyfinganna sér makindarlega fyrir í reykfylltum bakherbergjum og semji fyrir okkar hönd um lægri laun á þeim forsendum að við ættum að vera fegin að halda vinnunni.

Atvinnurekendur tapa ekki aurunum sínum í kreppu. Þeir styrkja stöðu sína gagnvart verkalýðnum. Þannig virkar kapitalíska gróða- og arðránshyggjan.

Raunvirði verkafólks ætti launakrafan að vera, ekki undirmarkaðsvirði ákveðið af auðvaldinu og atvinnurekendum til að auka gróða og arðrán.

 

En ef við erum laus frá samningum, megum við þá stofna ný verkalýðsfélög?

 


mbl.is 150 þúsund með lausa samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband