Bull og vitleysa

Veldu!!Hvernig sannar einhver að ég sé með geðsjúkdóm? Pissa ég í glas, eða sést það á rönkenmynd? Þetta er huglægt mat einhverra sérfræðinga sem setja okkur einhver takmörk, vilja troða okkur í box sem þeir kalla "Norm".

Gömlu fólki er seld sú hugmynd að það sé þunglynt og með depurð, öldrunarþunglyndi, og svo framvegis.  Send í apótekið að kaupa lyf frá fjandanum ríkari lyfjaframleiðendum sem gáfu læknum golfsett í stað söluaukningar.  Þegar hin rétta sjúkdómsgreining er að þeim leiðist, og þau skortir kjark til að segja það. Verða einmana og telja sig verri en þau eru. Rífa sig niður og verða þunglynd.

Lækningin er sjálfstraust.  Fjölskyldan og barnabörnin breyta öllu með því að mæta í heimsókn, og létta lund.  Hressara fólk á auðveldara með að taka ákvarðanir og velja.  Öll þjóðin þarf að hressa soldið upp á sig.  Brosa framan í ókunnuga og segja "Góðan Daginn, vinur!!" 

Veldu hvernig þér líður. Skítt með hvað öðrum finnst Grin

 


mbl.is Geðlyfjanotkun mest hjá þeim eldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get tekið undir það að of mörgum er gefið þessi lyf en við verðum samt að passa okkur á því að verða ekki þröngsýn í hina áttina. Ég er á því að fólk eigi eingöngu að taka geðlyf ef orsökin fyrir vanlíðan er heilastarfsemin sjálf. Ef fólki líður illa vegna umhverfis þá hefur það grunn til þess að laga það án lyfja.

Hinsvegar verðum við að átta okkur á því að mörgum líður illa vegna þess að þeir hafa meðfædda geðsjúkdóma, þeim líður illa vegna þess að þau fæddust með óheilbrigða heilastarfsemi. Ef þú ert með t.d. geðhvarfasýki þá læknastu ekki með því að eyða tíma með fjölskyldunni.

Geiri (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 14:53

2 Smámynd: Haukur Baukur

Sæll Geiri, og takk fyrir innleggið.

Ég viðurkenni að ég kann að taka sterkt til orða ef horft er á heildarmyndina, en ég er að beina orðum mínum að vanda eldri borgara. 

Svo ég elti þinn þráð umræðunnar, hvenær er vitað hvort heilastarfsemin sé orsökin? 

Varðandi geðhvafasýki hefur ekki tekist að finna beint orsaksamband eða greina þau gen sem raunverulega valda sjúkdómnum. Hið sama á við um geðklofa.  En það eru auknar líkur ef foreldri eða ættingjar hafa sjúkdóminn.  Foreldrar og ættingjar virðast líka á einhvern hátt tengdir umhverfi og uppeldi. 

Getur verið að röng framleiðsla boðefna orsakist af uppeldi og umhverfisáhrifum? Uppeldi hefst jú strax að lokinni fæðingu :)

Er það sannað að tími með fjölskyldu lækni ekki geðhvarfasýki?

Ég er ennþá sannfærður um að gott knús, virðing og vinátta lækni allt :)

Haukur Baukur, 15.10.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband