Fjölskyldan með eftirlitsmann auðvaldsins

„Ef fram heldur sem horfir verður íslenska vísitölufjölskyldan hjón, tvö börn og tilsjónarmaður,“ sagði Auðvaldur Aðal, formaður Fjórflokksins, á hádegisfundi með fjórflokksmönnum á Húsavík í dag. Hann sagði stöðu í efnahagsmálum alvarlega og brýnt væri að bregðast við.

Nauðsynlegt þykir að tilnefna tilsjónarmann með hverri fjölskyldu til að tryggja að fjölskyldurnar fari ekki út í rótækar aðgerðir eins og að hagræða lánum, skuldbreyta til betri kjara og þannig skerða tekjur auðvaldsins af þjóðarbúinu.

Hugmyndin um að einn tilsjónarmaður væri með hverri fjölskyldu, til þess að aðstoða við fjármál heimilisins, væri það sem þörf væri á. „Ýmsir hafa stigið fram og sagt tillögur okkar of róttækar. Það er ekki rétt. Það sem er róttækt í þessu öllu saman, er að leyfa okkur að ná til fólksins í landinu, og fyrirtækjanna, og fá hlutdeild í tekjum af stórfelldum skuldum þeirra. Sérstaklega er það mikilvægt við þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi. Allt er þetta hugsað til þess að fólk og fyrirtæki haldi áfram að borga reikningana sína. Ef staða mála verður þannig, að fólk hættir að borga þá verður kerfishrun hjá auðvaldinu, með gríðarlegri lækkun auðvaldstekna sem mun að lokum skilja fólk eftir í skuldleysi. Það þarf að koma í veg fyrir að sú staða myndist,“ sagði Auðvaldur á fundinum.

 


mbl.is Fjölskyldan með tilsjónarmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband