21.1.2009 | 11:17
Orð dagsins
Á Íslandi er ekki lýðræði í sinni eðlilegu mynd. Ekki heldur Einræði í þeirri merkingu (að minnsta kosti ekki komið í ljós, en hver veit).
Íslandi er augljóslega stjórnað af fáum.
Þar sem Íslandi er stjórnað af fáum, þá eigum við að temja okkur notkun orðasambandsins Fáræði.
Hér eru nokkur dæmi um nýja notkun þessa orðasambands og hvar því er best við komið.
Fáræði = Fámennt og lokað stjórnkerfi
Fáráð = Fámenn stjórn e. ráð
Fáráður = formaður, fyrirmaður Fáráðs
Fáráðlingur = undirmaður í fámennri stjórn, ráði
Fáránlegt = Grunur um að rán hafi verið framið af lítilli stjórn e. ráði
*Innsendar viðbætur og tillögur
Fáfræði = Upplýsingastefna Fáræðis
Óska eftir tillögum að notkun þessa orðasambands svo við getum tamið okkur notkun þess.
Yfir 12.100 án atvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.