Tryggingarfélagið mitt

Ég á alveg ágætis tryggingafélag.  Svara alltaf símanum, kurteis, fagleg.

Þau eru bara svo ferlega léleg í stærðfræði.

Tökum dæmi.

Mig langaði að tryggja mótorhjólið mitt.  Fékk tilboð upp á rúmlega 480 þúsund krónur fyrir árið.

Fannst það dýrt og spurði hvers vegna.

Svarið var "Slys á bifhjólum eru svo dýr".

En svo bað ég um tilboð í fjölskyldubílinn, vinnubílinn, húsbílinn, innbúið, fartölvuna, bifhjólið, hitt bifhjólið, líftryggingu fyrir mig, konuna, og innifalið er líftrygging á syni okkar, sex mánaða gömlum.

Upphæð??  Rúmlega 250 þúsund krónur fyrir allt saman, allt árið.

Þar af kostar bara 60 þúsund að tryggja bifhjólið.

Ég bætti sem sagt við fjórum ökutækjum, tveim líftryggingum og innbúi, og fæ 230 þúsund krónur í afslátt.

Þannig að þótt það sé svona rándýrt að tryggja bifhjólið eitt og sé, þá er ódýrara að tryggja allt sem ég á.  Með öðrum orðum margfaldar tryggingafélagið áhættuna, en lækkar iðgjaldið á bifhjólinu áttfalt.

Eru þetta ekki verstu aular sem um getur í stærðfræði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo mikill snillingur Haukur. Sannleikurinn kemur svo skemmtilega út úr þér

Ásta María (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband