svo óþarft...

Ég votta fjölskyldu og vinum Magnúsar samúð mína. 

 

Mér bregður alltaf þegar bifhjólaslys verða.  Allur vinahópurinn rennur gegnum huga minn, og ég vona alltaf svo innilega að þetta sé enginn sem ég þekki.  Eftir að Heiddi vinur minn dó stingur það mig alltaf í hjartað að frétta af banaslysum bifhjólamanna. Það er alltaf vont að missa einhvern í umferðinni, hvort sem ég þekki hann eða ekki. Svo óþarft og óásættanlegt.

En það er líka komin upp óásættanleg staða í umferðinni.  Það sem af er árinu 2007 eru 30% dauðsfalla í umferðinni bifhjólamenn.  Þar af 20% vegna þess að önnur ökutæki aka í veg fyrir bifhjólið.

Þó eru bifhjól aðeins 3% allra ökutækja í landinu. 

Þessu þarf að breyta.  Margt sem þarf að huga að og margt sem ökumenn bifhjóla þurfa að temja sér, því bifhjól hlýtur örlítið öðrum lögmálum en bifreið.

Á ég eftir að fara yfir það seinna. 

En ökumenn allir , ekki bara bifhjólamenn, þurfa að æfa sig soldið í að vera til staðar hugarfarslega þegar þeir eru úti að aka. Mæli með að þið skoðið myndbandið hér á síðunni.

Ég veit nákvæmlega hvers lags viðhorfsbreytingu er þörf, og hún er ekki að eyða öllu púðri í að passa hraða og ofsaakstur.  Hraðakstur er aðeins afleiðing.

Afleiðing þess að það skortir tillitsemi og virðingu í umferðinni.  Og þá á ég við gagnkvæma virðingu.

 Þannig að þegar ég segi "hugsa fyrst, aka svo" á ég ekki við að menn stilli á rétta útvarpsstöð og rúðupissi á framrúðuna, heldur hugsa og ákveða með sér að það þurfi að taka tillit til allra hinna, og gera það svo.

 Þetta byrjar allt hjá þér... í dag
mbl.is Nafn vélhjólamannsins sem lést í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband