Gallinn við Facebook

Ein stærsta villan á Facebook er að fólk áttar sig ekki alltaf á hvað mergir geti fylgst með. Fæstir kommenta en lesa statusa og skoða myndir. Hægt er að raða saman ótrúlega miklum upplýsingum úr facebook síðunni þinni og gera seŕ skoðun á þér. Og það er nákvæmlega það sem gerir Facbook svo vinsælt.

Facebook er ekki svona vinsælt af því að það er hægt að vera í samskiptum við gamla vini og ættingja erlendis eða af því það er svo þægilegt að ná í alla. Facebook er fyrirbæri sem flestir festast við vegna þess að það er hægt að hnýsast í líf annarra án þess að spyrja spurninga eða trufla. Fólki finnst nefnilega ekki þægilegt að deila fréttum og sérstaklega tilfinningum og því er yfirborðkennd samskipti eins og Facebook notað.

Að auki getur þú verið önnur manneskja á Facebbok en í eigin persónu.  Facebook gefur líka smá seinkun á samskipti þannig að hægt er að leiðrétta ef annað fólk tekur orðum þínum illa. Kenna Facebook bara um "Það á ekki að taka Facebook alvarlega".

Svo upplifir fólk áfall eins og þessi unga stúlka þegar "örugga" umhverfið verður að veruleika og ekki er hægt að leiðrétta mistök með broskalli og tilfinningar vegna mistaka og niðurlægingar eru óumflýjanleg og stundum virka þær óyfirstíganlegar. 

Ef þér líkar þessi veröld verður Facbook að fíkn vegna þess hve auðvelt er að "geyma" tilfinningar sínar og vera í "þægilegri" samskiptum við umheiminn. Facebook-fíkn lýsir sér þannig að Facebook yfirtekur daglegt líf. Eðlileg virkni eins og að borða, vinna, vakna, sofa og margt fleira fer úr skorðum.

 

Facebook fíkn gæti birst á þessa leið:

    1. Úthald- Þú hefur aukna þörf fyrir meiri og meiri tíma með Facebook, sem þýðir að þú hefur þörf fyrir meiri ánægju og uppfyllingu í þitt líf. Að fara á Facebook þrisvar sinnum á sólarhring er þegar of mikið og þegar það er fimm sinnum eða meira þá ert þú nú þegar orðin hjálparvana og háð/ur.

    2. Einangrun eða draga sig í hlé- Þú upplifir eirðarleysi og verður niðurdregin/n. Facebook hefur áhrif á félagslega virkni þína. Kvíði og þráhyggja fylgir stöðugum hugsunum um það sem er skrifað á Facebook vegginn þinn, athugasemdir og annað sem tengjast þ.

    3. Félagslíf og önnur samfélagseg samskipti færast á Facebook- Í stað þess að senda e-mail birtir þú frekar skilaboð á Facebook veggjum vina eða sendir “invite”. Þetta þróast út í að þau samskipti sem þú hefur við fólk verða aðeins í gegnum Facebook.

    4. Rafrænar tilfinningar- Þetta er orðið mjög alvarlegt þegar þú sendir tilfinningar gegnum Facebook síðu, til dæmis kyssa kærasta/kærustu.

    5. Þráhyggja yfir annarra lífi- Það tekur þig um 20 mínútur að rúlla yfir vinalistann og þú ert með að minnsta kosti 8-10 vini sem þú þekkir lítið eða ekkert.

    6. Samskipti síuð- Þegar þú kynnist nýju vini og fólki spyrðu hvort þeir hafa Facebook reikning, og síðan biður þú um að adda” þér. Þú kveður fólk með orðunum "sé þig í Facebook".

     

    7. Óeðlileg tilfinningatengsl- Þegar þú færð athugasemd, skilaboð, gjafir eða vinur “addar” þér virðist þú í vímu, upplifir yfirþyrmandi viðurkenningu, verður merkilegasta persónan, jafnvel líður eins og þú sért á hátindi lífins.

     

Fleiri merki um Facebook Fíkn eru:

  1. Þú ert á Facebook allt kvöldið og það hefur áhrif á daglega virkni og venjur næsta dag, þreyta og jafnvel sefur yfir þig.
  2. Þú eyðir meira en einni klukkustund á Facebook á dag.
  3. Færð þráhyggju yfir fyrrverandi mökum og fylgist með þeim á Facebook.
  4. Þú hunsar vinnu eða heimilisstörf og ert þess í stað á Facebook eða notar vinnutíma til að fara á Facebook.
  5. Ef þú ert einn dag án Facebook upplifir þú streitu og kvíða og tilfinningu um missi.

mbl.is Kalin á hjarta eftir Facebook-færslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband