Viðbrögð við afsökunum

Skemmtilegt að sjá hvað margir lesa út úr afsökunarbeiðni Lilju.

Það sem Lilja er kannski að segja er að hún treysti á orð og vinnubrögð vinnufélaga sina og lét þar við sitja í stað þess að gagnrýna frumvarpið sjálf. Það eru þau vinnubrögð sem hún er að biðjast afsökunar á, ekki forðast ábyrgð á þeim eða kenna öðrum um.

Sökum undarlegrar samskiptahefðar íslendinga þá taka margir afsökunarbeiðnum sem undanskotum frá ábyrgð. Taka eðlilegum afsökunum sem innantómum orðum, öfugmælum sem eiga að forða viðkomandi frá óþægilegu orðaskaki. Ástæða fyrir þessu er vantraust á eigið innsæli og vanþekking á tilfinningum sínum.  Viðkomandi á erfitt með að setja sig í annarra spor og treystir ekki tilfinningunni fyrir öðru fólki. Í staðinn verður að færa rök fyrir því hvernig fólk hagar sér. Alls ekki óalgengt að þegar einhver treystir ekki eigin upplifun þá færist vantraustið yfir á viðfangsefnið. Sem dæmi má nefna afsökunarbeiðni Lilju Móses. Ég átta mig ekki á henni og treysti ekki á hvað hún er að segja eða gera. Ég eigna Lilju ástæðu vantraustsins þótt ástæðan sé skilningsleysi mitt.  

Orsökin er lærð hegðun og það er hægt að laga.


mbl.is Lilja biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband