Fastir fyrir-litningar?

 

Þingmaður og svarið er já

Össur er einn af þessum þrautseigu stjórnmálamönnum sem sitja fastir fyrir sama hvað á dynur. Hvort sem það eru óvarleg orð um töskubera forsetans, blogg um miðjar nætur, kaup og sala á stofnfé sparisjóða eða yfirlýsingar um dýrsleg eðli samstarfsmanna sinna þá er Össur ekki á hlaupum frá stólnum sínum. Hann er pottþétt ekki með stokugen.  Hegðunin er kannski skýrð af föstum fyrir-litningum í genamengi hans Tounge

Það má vel vera að í skjóli flokkakerfa telji stjórnmálamenn sig ósnertanlega og  yfir aðra hafnir. Jafnvel treysta að kjósendur gleymi og fyrirgefi gjörðir einstaklinga og fylgi flokkunum sínum eins og sauðir í næstu kosningum. En það getur líka verið að þeir viti að nú er síðasti séns að sitja og nú verði að sitja sem fastast. Nú gæti verið tími hópspektar og fylgja verði leikreglum flokksins og auðvaldsins. Nú sé tími stjórnsemi og þvingana og þá séu klærnar sýndar öllum stundum. Allir verði að hlýða.

Kannski er ég að misskilja allt og þetta eru saklausir vinnufíklar sem höndla ekki að vera sendir heim í jólafrí. 

Hver sem skýringin er þá er hegðunin undarleg og ég er sammála Lilju og tel þetta er ekki sæmandi fullfrísku fullorðnu fólki.

Samt er ferlega gaman að fá að fylgjast með.

 


mbl.is Segir Össur sýna VG fyrirlitningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband