10.12.2009 | 12:10
Haugur vill 156 milljónir
Ég hef hug á að lýsa tæplega 156 milljóna kröfu í þrotabú Glitnis.
Forsendurnar eru þær að ég fékk ekki að njóta jafnræðis í viðskiptum mínum við Glitni. Ég fékk engin kúlulán án persónulegra ábyrgða, heldur aðeins yfirdrátt eins og skítugur almúginn.
Ég varð fyrir mjög miklu álagi þegar útrásarvíkingarnir uxu dag hvern og græddu milljarða. Vinir og fjölskylda voru stöðugt að hvetja mig til að vera svolítið eins og Bjarni. Þrýstingur frá frúnni óx í takt við útrás og var orðinn nánast óbærilegur. Í ofanálag krefur Íslandsbanki, sem er afleiða Glitnis banka, mig um milljónirnar til baka án nokkurra afskrifta.
Glitnir hefur með gjörningi þessum brotið niður sjálfstraust mitt og búið um ótta í huga mér.
Í dag væti ég buxur ef einhver talar um Glitni, eða afleiðubanka þess í einhverri mynd. Niðurnítt sjálfstraust og ótti hefur tekið frá mér nánast hverja mínútu af mínum tíma síðastliðið ár. Ég á erfitt með svefn, ég hef þyngst, á erfitt með hægðir, og get ekki með nokkru móti tekið ákvarðanir.
Geðlæknirinn minn telur að það taki mig um 19 ár að ná tökum á mínu lífi og öðlast andlega heilsu á ný. Fjórir læknar meta því sálrænt og líkamlegt tjón mitt, ásamt kostnaði við endurhæfingu, um 156 milljónir króna.
![]() |
Bjarni vill 130 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:42 | Facebook
Athugasemdir
Getur þú ekki sent inn kröfu fyrir mig líka ?Ég fékk ekkert kúlulán
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 17:52
Ha? Gastu ekki bara tekið kúlulán út á krakkana eins og annað fólk?
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 12.12.2009 kl. 09:59
Geturðu ekki farið fram á meira?
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 14.12.2009 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.