1.12.2009 | 10:21
Eins gott hann ákvað að kíkja ekki til okkar
Það er alveg þekkt að þegar alltof fínt fólk kemur í heimsókn til okkar hjóna, þá förum við í undarlegan gír.
Þá dettur okkur í hug að elda fansí smansí mat sem við höfum aldrei séð né smakkað áður, við kaupum ný föt á barnið svo það líti betur út, bíllinn fær þvott, allt þrifið upp og ofan, og spariskapið æft.
Svo kemur þetta fína fólk alltof seint, stoppar stutt, og étur ekki matinn. "Nei, takk. Var að borða"
Uppi sitjum við með reikninginn fyrir öllu veseninu.
Snemmbúin heimsókn Obama kostar milljarð aukalega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.