Kominn tími á að hugsa fyrir alvöru

Nú er (Borgara)Hreyfingin lituð dökkum litum og okkur gefinn kostur á að lesa milli línanna.  Sjá að þetta var ekki góð hugmynd að kjósa nýgræðinga sem lítið kunna fyrir sér í stjórnmálum.  Á milli línanna er ýjað að því að stórsigur byltingarfólksins var kannski ekki svo stór.  Gömlu flokkarnir hafa sinn stað í sviðsljósinu sem einu kostina sem eftir sitja.

 Ennþá er verið að veifa flokkakerfinu framan í okkur sem einu kostina, þrátt fyrir mjög gegnsæ síðastliðin ár sem sýna ekkert annað en valdníðslu og vinakerfi. Tvöfalt líf stjórnflokka.  Aldrei er það eins augljóst að  "flokksmaskínur" hafa malað áratugum saman í bakherbergjum og troðið, og troða enn á almúganum, og troða sínum mönnum í stöður í öllum þjóðfélagsstéttum.

Hvenær ætlum við að fatta að okkur er gert að velja það sem að okkur er rétt?

Hvenær ætlum við að hætta þessu rugli og fara að velja eftir eigin samvisku og hugsun?

Erum við of óákveðin, erum við hrædd, erum við löt, erum við heimsk?

Vald okkar til þess að velja er algert.

Burt með flokksræðið !!


mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband