10.10.2009 | 09:34
Að girnast teiknimyndapersónu
Þó virðist ekki vera um dæmigerða Playboy-myndasyrpu að ræða því sagt er að nektin verði gefin í skyn. Nýr forstjóri Playboy, Scott Flanders, segist með þessu reyna að ná til yngri lesenda.
Mér finnst fáránlegt að reynt sé að að koma klámblaði til yngri lesenda með nakinni teiknimyndapersónu, hvað þá að nekt teiknimyndapersónu verði yfir höfuð gefin í skyn. Er til fólk sem girnist Marge Sipmson? Er það ekki veruleikafirring?
Hverju er stefnt að með þessu?
Erum við mannfólkið á niðurleið?
Marge í Playboy | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mæli með því að þú gúglir 'Lois Griffin' eða 'Marge Simpson' nude.
Það er til mjög mikið af grófu teiknuðu klámi með þessum karakterum.
Playboy er og verður frekar soft-core.
Þetta er ekkifrétt.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.10.2009 kl. 13:19
Þakka gott boð, J. Einar Valur, en nei takk.
Þeta er kannski ekkifrétt fyrir þá er reynslu hafa í þessum efnum :)
Í mínum huga fáránlegt.
Haukur Baukur, 11.10.2009 kl. 23:12
Hef ágætis reynslu af netinu, það er satt. Ef þú ert að gefa í skyn að ég sé mikið reyndur í klámi, þá er það nú algjör óþarfi, það er mjög auðvelt að hafa ágætis yfirborðsþekkingu á hlutum án þess að vera djúpt sokkinn í það.
Mér þykir þetta líka talsvert fáránlegt... en...
Þetta er samt stormur í vatnsglasi.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.10.2009 kl. 11:40
Ekkert persónulegt :)
Og ábendingin þín er þörf til að sýna hve undarlegur heimur þetta er.
Haukur Baukur, 12.10.2009 kl. 14:23
Svo má jafnvel hafa það í huga að það sé verið að gera þetta af galsaskap - og jafnvel til að fá aukna umfjöllun og þar með aukna sölu. Ef svo er þá virðist mér sem tilganginum sé náð.
Heimir Tómasson, 13.10.2009 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.