Uppreisn æru?

Hvenær áttum við okkur á að það verður ekkert gert fyrir heimilin? 

Ég geri ráð fyrir að fljótlega fáum við skilaboð um að ekki verði hægt að hliðra lengur til fyrir okkur, því endurreisn bankana tók mið af því þeir rísi upp, og heimilin fengu sendan reikninginn.

Sama gamla kerfið sem hrundi fyrir ári er nú komið á framlappirnar.  Engar lagabreytingar, engar stefnubreytingar, enginn samfélagsleg ábyrgð.  Engu breitt nema kennitölum.  Bankarnir fengu þvert á móti svigrúm til þess að komast í gang aftur.  Stjórnvöld redduðu bönkunum leið til endurreisnar eftir stærsta bankahrun sögunnar.

Ætlum við að leyfa þeim að drekkja okkur alveg?

Erum við eins og meðvirkir í kringum alkann okkar?

Stundum þarf að segja alkanum að hann sé fífl sem hugsi bara um rassgatið á sjálfum sér.  Þótt hann sé einn um drykkjuna, þá þjáist öll fjölskyldan. 

En kærleikurinn er ekki alltaf bleikur.  Við hættum ekki að drekka fyrir alkann. ... og alkinn hættir ekki að drekka fyrir okkur.   Því er okkur best til að alkinn dragi okkur ekki niður með sér, að bjóða honum aldrei upp í dans.  Við getum snúið bökum saman og unnið án hans að lausn sem hentar okkur. 


mbl.is Gylfi: Ánægja með lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband