Er ekki að sjá þetta virka

BadAssBikersSnorri er sannfærður um að bann við auðkennismerkjum vélhjólasamtaka muni gera þeim erfiðara fyrir að feta slóð á glæpabraut.

Ég er meðlimur í bifhjólaklúbbi, og við berum bakmerki okkur til auðkenningar.  Við höfum okkar reynslu af neyslu lyfja og vímuefna, rangri hegðun og slæmum samskiptum, jafnvel glæpum.  En við eigum líka aðra reynslu.  Við snérum við blaðinu og hættum.  Og meginástæða tilveru okkar er að við getum deilt því með öðrum hvað varð til þess að við hættum, hvernig við byggðum upp nýja fortíð, og hvernig við höfum það í dag.  Bakmerki okkar hafa þann tilgang minna á þessa upprisu og til þess að vekja annað fólk til umhugsunar.

Okkar starf snýr að því að útbreiða þann einfalda boðskap að það sé vit í því að vera edrú og alsgáður einstaklingur, og við deilum reynslu okkar til allra sem heyra vilja. 

Bann á bakmerkjanotkun myndi pottþétt minnka sjónræn áhrif á starf okkar, en við munum ekki lognast útaf og hætta. Fyrir mig er bara of mikið í húfi.

Hvað gerist ef það verður ekkert erfiðara fyrir vélhjólasamtök að feta slóð á glæpabraut? Verður þá næsta skref að kanna hvaða tegundir bíla flestir glæpamenn nota, eða hvernig klæðnað þeir velja helst?

Fáum við þá bann á Toyotur og BMW-a og enginn fær að eiga gallabuxur og skó?

Ég sé ekki, því miður, að glæpir minnki í samfélaginu, bara vegna þess að einhver merki vanti.  Ef maður pælir í því þá ætti það frekar að vera auðveldara fyrir lögregluna ef vondu kallarnir eru sérmerktir.

Er verið að hugsa þetta mál á réttan hátt?


mbl.is Vítisenglar „ekkert án merkjanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Haukur - en þessi ágæti lögreglumaður var að tala um merkingar almennt -

Ég veit ekki betur en t.d. Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar hafi átt mjög góð samskipti við lögregluna og svo mun vera í flestum tilvikum með hina ýmsu klúbba.

Ég legg til að menn fari sér hægt í þessum málum sem og öðrum og forðist að alhæfa eitt eða neitt.

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:38

2 identicon

Lögreglan trúir áróðri - og trúir á boð og bönn. Þannig virka þessir gaurar; það er ekki hægt að rökræða við heilalaus vélmenni.

Skorrdal (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband