Ekki góður staður...

...fyrir Gunnar að þau hjón ákveði að skilja. 

Mig rekur minni í umræður í útvarpi og sjónvarpi þar sem Gunnar með hina góðu bók Biblíuna, hefur  talað niður til samkynhneigða, og aðra sem Guði eru ekki þóknanlegir.  Nú sé ég ekki betur en að Gunnar sjálfur sé að setja sig í óþökk síns æðri máttar.  Ég veit ekki betur en að Guð sé ekki hlyntur skilnaði af mannavöldum. 

Matt. 19:6" Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja."

Mark 10:9 "Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja."

En Gunnar hefur svör við þessum vangaveltum mínum, vona ég.

 


mbl.is Forstöðuhjón Krossins að skilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fær fólk í bloggheimum eitthvað kikk út úr því að sparka í fólk sem lendir í skilnaði..... sært og liggjandi.... Stundum á maður að skammast sín og þegja. Reyniði smá samúð til tilbreytingar 

Skywalker ! (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:32

2 identicon

gunnar hefur aldrei sýnt samkynhneigðum samúð af hverju á að sýna honum samúð.

steina (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:50

3 identicon

Heyr heyr! Ef einhver ætti að skammast sín þá er það Gunnar í Krossinum sem hann hefur látið ýmislegt ljótt flakka, t.d. gagnvart samkynhneigðum. Svo finnst mér nú lágmark að koma undir nafni, þó það sé ekki nema skírnarnafn. Skywalker, hversu marga heldur þú að Gunnar í krossinum hafi sært með ummælum sínum? 

Pétur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:20

4 Smámynd: Gunnar

Steina,

Það er vegna þess að við eigum að sýna öllum mönnum samúð, punktur.

Gunnar, 15.9.2009 kl. 17:35

5 identicon

já það er rétt Gormur en það getur verið erfitt.  

Steina (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 18:12

6 Smámynd: Haukur Baukur

Skywalker,

Hér er enginn að sparka í fólk sem lenti í skilnaði. Þau ígrunduðu þetta lengi og komust að sameiginlegri niðurstöðu.

Haukur Baukur, 15.9.2009 kl. 23:46

7 Smámynd: Gunnar Ingi Gunnarsson

Jesaja 64:5-7

5Vér urðum allir sem óhreinn maður, allar dyggðir vorar sem saurgað klæði. Vér visnuðum allir sem laufblað, og misgjörðir vorar feyktu oss burt eins og vindur.

6Enginn ákallar nafn þitt, enginn herðir sig upp til þess að halda fast við þig, því að þú hefir byrgt auglit þitt fyrir oss og gefið oss á vald misgjörðum vorum.

7En nú, Drottinn! Þú ert faðir vor! Vér erum leirinn, og þú ert sá, er myndar oss, og handaverk þín erum vér allir!

Hann hefur predikað úr biblíunni og meðal annars sagt að leggja ekki traust á sig, útaf hann er ekki fullkominn, heldur hefur hann predikað að leggja traust á Guð en ekki menn útaf menn munu bara valda vonbrigðum.

Gunnar Ingi Gunnarsson, 15.9.2009 kl. 23:55

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Séra Gunnar í Krossinum hefur ekki látið neitt ljótt flakka til samkynhneigðar. Hann hefur flutt boðskap Guðs um vanþóknun Hans á athöfnum samkynhneigðra en jafnframt lýst því fyrir fólki að þó að Guð hafi vanþóknun á kynlífi þeirra þá elskar Guð þá á sama hátt og annað fólk. Vilji Hans er þó sá að samkynhneigðir láti af samkynhneigðum athöfnum sínum.
Séra Gunnar hefur eftir því sem mér skilst aldrei þóst vera fullkominn. Þvert á móti hef ég heyrt predikanir og þætti með honum á Omegasjónvarpinu og þar einmitt hefur hann ítrekað að hann og aðrir menn eru syndugir í eðli sínu og skortir Guðs náð og eigi að leita Drottins og sækjast eftir náð Hans.
Menn skyldu biðja fyrir fólki í þeirri stöðu sem hann og kona hans eru í fremur en vera með skæting. Held það fari best á því.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.9.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband