20.8.2009 | 10:15
Bissneskonan Jóhanna
Þessi Forbes listi yfir áhrif kvenna er stórmerkilegur. Þessi listi tengist ekkert því hvernig áhrif mamma hafði á okkur bræðurna, hvað þá hvernig amma stjórnaði svo allri familíunni.
Þessi listi er yfir græðgi og völd peninganna. Meðan það er merkilegt að forstjóri gosdrykkjaverksmiðju sé í þriðja sæti, kemur ekki á óvart að stjórnarformaður bandarísku innistæðutryggingastofnunarinnar hafi næstmestu áhrif allra kvenna, En hvað er Viðskiptatímarit að setja kanslara Þýskalands í fyrsta sæti?? Jú, eitt stærsta efnahagskerfi evrópu er heima hjá henni.
Kemur heldur ekkert á óvart að 63 af 100 áhrifamestu viðskiptakonum heims eru tengdar Rómaveldi nútímans, Bandaríkjunum.
Er það ógnvekjandi að Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sé í 36 sæti yfir áhrifamestu viðskiptakonur heims, rétt á undan Ópru sjónvarpsstjörnu?
Af hverju er Jóhanna Sigurðarsóttir, forsætisráðherra Íslands, ein af hundrað áhrifamestu viðskiptakonum heims? Hvaða bissness er hún í???
Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.