Bissneskonan Jóhanna

angry-woman-733632Þessi Forbes listi yfir áhrif kvenna er stórmerkilegur.  Þessi listi tengist ekkert því hvernig áhrif mamma hafði á okkur bræðurna, hvað þá hvernig amma stjórnaði svo allri familíunni.

Þessi listi er yfir græðgi og völd peninganna.  Meðan það er merkilegt að forstjóri gosdrykkjaverksmiðju sé í þriðja sæti, kemur ekki á óvart að stjórnarformaður bandarísku innistæðutryggingastofnunarinnar hafi næstmestu áhrif allra kvenna,   En hvað er Viðskiptatímarit að setja kanslara Þýskalands í fyrsta sæti??   Jú, eitt stærsta efnahagskerfi evrópu er heima hjá henni.

Kemur heldur ekkert á óvart að 63 af 100 áhrifamestu viðskiptakonum heims eru tengdar Rómaveldi nútímans, Bandaríkjunum.

Er það ógnvekjandi að Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sé í 36 sæti yfir áhrifamestu viðskiptakonur heims, rétt á undan Ópru sjónvarpsstjörnu?

Af hverju er Jóhanna Sigurðarsóttir, forsætisráðherra Íslands, ein af hundrað áhrifamestu viðskiptakonum heims? Hvaða bissness er hún í???

 


mbl.is Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband