26.6.2009 | 11:42
Jóhanna! Er þetta næsta frétt?
Stjórn Íslensku Þjóðarinnar hf. tók í morgun ákvörðun um að óska eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Tilkynning þess efnis birtist fyrir skemmstu í Kauphöll Íslands.
Félagið hét áður Ísland hf. en nafni þess var breytt í Íslensku Þjóðina hf í nóvember 2008 þegar fjármálahluti samsteypunnar var seldur til Íslandssólar ehf., sem er í eigu AGS. Íslandssól heitir í dag JoðPéMorgan ehf. og á meðal annars menntakerfið, heilbrigðiskerfið og hátækniiðnaðinn.
Eftir í Íslensku Þjóðinni hf voru þá Auðlindir hf og Náttúruperlur hf. Öll hlutabréf í Auðlindir voru seld til A.L.Kóa ehf í mars síðastliðnum, en Auðlindir rekur orkufrekan iðnað og raforkuver Landsvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum mbl.is var einnig búið að selja Náttúruperlur hf. til E.S.B. ehf, sem á Surtsey og önnur nátturusvæði á Íslandi. Inni í Íslensku Þjóðinni hf voru því fyrst og síðast skuldir þegar ákvörðun stjórnar um sækja um gjaldþrotameðferð var tekin í morgun.
Íslensk afþreying gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fréttahringl | Aukaflokkur: Grínlaust | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook
Athugasemdir
Ég trúi þessu bara ekki, þetta er svo ógeðfelt. Ætla stjórnmálamennirnir okkar að láta þá komast upp með þetta eða var Sjálfstæðisflokkurinn búinn að gera kerfið svo þægilegt fyrir bissniskarlana að öll svona skítabrögð ganga upp?
Valsól (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 14:16
Þessi færsla væri drepfyndin ef hún væri ekki svona ofboðslega í takt við það sem er að gerast.
Villi Asgeirsson, 26.6.2009 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.