Stórglæsilegt afrek

Þetta er allt samkvæmt pöntun, held ég.

Heimilin:

"Mikilvægt er að bæta stöðu skuldsettra heimila. Í því skyni mun ríkisstjórnin hraða vinnu ráðherranefndar sem fjallar um stöðu þeirra. Þar verði m.a. lögð áhersla á að tryggja að þau úrræði sem þegar hefur verið komið á gagnist, eins og vænst var."

Fokk!! Hefur þetta ekki verið að virka eins og vænst var?


Endurreisn atvinnulífsins og samfélagsleg ábyrgð

"Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins móti sameiginlega viðmið sem fylgt verði við endurreisn atvinnulífsins og aðkomu opinberra aðila að atvinnustarfsemi og eignarhaldi fyrirtækja. Í þessu starfi verði m.a. stuðst við viðurkenndar innlendar og erlendar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja."

Þýðir þetta að fyrirtæki og atvinnurekendur sem eru farnir á hausinn fái að ráða hvernig ríkið tekur fyrirtækin yfir?    Er þetta "Samfélagslega ábyrgðin", það sem kallað er "að halda stólunum"?

Bankarnir:

"Eigendastefna ríkisins gagnvart bönkunum feli í sér að erlendir aðilar geti eignast meirihluta í einhverjum nýju bankanna og eftir atvikum öðrum fjármálafyrirtækjum. Þannig verði m.a. reynt að tryggja eðlilegan aðgang að erlendu lánsfé fyrir atvinnulíf og heimili."

 

Enginn niðurskurður í bönkunum? Hvað myndi sparast á að til dæmis loka einum þeirra?  Neibb. Þetta er söluvara. Öllu til kostað.

Ríkið myndi blómstra ef bankarnir færu á hausinn og lokuðu.  Í staðinn er skorið niður í menntamálum og heilbrigðismálum, og ekki gleyma mörghundruðmilljóna króna mokstur í tónlistarhúsholuna. 

Allir eiga að halda áfram að borga, að öðrum kosti borinn út og ættin tekin til skiptana.  Enginn fær grið, því bankarnir eru til sölu og verða að líta vel út!!!

 Og hvað svo?....

"Æjj, kommon herra Erlendur Auðvald. Þú átt bankann núna. Viltu lána?.... Plís, plíssss???"


mbl.is Til hamingju með sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr

Þetta samkomulag hlýtur að hafa tekið sinn tíma: 

Ríkisstjórn, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins munu í sameiningu taka lífeyrismál og málefni lífeyrissjóða til umfjöllunar. Farið verður yfir málin frá grunni án skuldbindinga og fjallað um framtíðarsýn í þessum málaflokki.

Þetta er semsagt samkomulag um umfjöllun án skuldbindinga. Ekki skrítið að allir gátu samþykkt þennan sáttmála -það er ekkert í honum.

Valdimar ólafsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 15:52

2 identicon

Það sagði engin að það yrði auðvelt að taka til eftir landráðaflokkana Sjálfstæðis og Framsóknarflokk.

Valsól (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband