Karlmenn óttuðust sambönd við konur

Karlmenn í upphafi 19 aldar voru líklegri til að drekka meira en ella væru þeir giftir. Drykkjan er talin tengjast ótta við sambönd. Þetta eru niðurstöður rannsóknar bresks sálfræðipófessors.

Prófessorinn, Karen Pine, rannsakaði 443 karla á aldrinum 18 til 50 ára og drykkjuvenjur þeirra. Samkvæmt fréttavef BBC munu tveir þriðju hlutar karlanna hafa falið sig fyrir konum sínum og drukkið mikið væru þeir giftir. Margar kváðust iðrast drykkju í hjónabandi eftir á. Karlmenn sem áttu konur sem þjáðust af mikilli fyrirtíðaspennu drukku enn meira en hinir.

Prófessorinn segir hegðunina viðbrögð við sterkum óttatilfinningum. „Karlarnir voru stressaðar eða daprar og líklegri til þess að fara í felur með drykkju sína til þess að hressa sig við og nota það til þess að koma tilfinningunum í lag.“

Prófessorinn segir að engar haldbærar skýringar hafi fundist á því hver vegna flestum mönnunum brast kjarkur að umgangast kvennfólk eftir að þeir fengu sér í glas.

Eiginkonur um aldarmótin 1900


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

"...engar haldbærar skýringar hafi fundist á því hver vegna flestum mönnunum brast kjarkur að umgangast kvennfólk eftir að þeir fengu sér í glas."

Einfalt. Það eru allar líkur á því að kellingarnar myndu sleppa sér gersamlega. Best að forða sér á meðan, ekki satt?

Heimir Tómasson, 31.3.2009 kl. 16:05

2 identicon

Ég held að skyringin á þessari drykkju sé sú að kellingarnar hafi litið miklu betri út eftir nokkur glös

ingo sk (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband