Fékk ágætis hugmynd í höfuðið

Hugmyndin er hægra megin á þessari myndSkurðlæknar á Landspítalanum fjarlægðu nýverið ágætis hugmynd úr höfði þingmanns en hann var á landsfundi þegar óhappið átti sér stað. Talið er að almenn rökhugsun verði í lagi um sinn en hún muni síðar ganga til baka.

Gísli Eiríkur Helgason var að velta aðgerðapakka heimilanna fyrir sér. Hann skaut hugmyndinni fram úr þar til gerðu tæki en ekki vildi betur til en svo að hún fór illa í samflokksmenn hans og kastaðist til baka.

Eins og sjá má á mynd lenti hugmyndin, sem var ansi rótæk, rétt fyrir ofan hægra auga Gísla og fór svo djúpt að rétt sást í endann á henni. Hugmyndin fór þó framhjá öllum mikilvægustu stöðvum í vinstri hluta heilans. Um fimm tíma aðgerð þurfi til að ná hugmyndinni út og heppnaðist hún vel. Segir skurðlæknirinn að rökhugsun verði um tíma miklu betri en hún var en það muni ganga til baka og jafna sig.

Að sögn vinar Gísla, sem var með honum þegar óhappið átti sér stað, var Gísli með meðvitund eftir slysið og gat haldið uppi þingstörfum. Búist er við að Gísli verði útskrifaður af þingi eftir viku.


mbl.is Fékk 15 cm spjót gegnum höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband