22.3.2009 | 23:45
Nýr flokkur kominn
Hann lítur reyndar meira út eins og gamall flokkur með ný andlit en nýr flokkur með gömul gildi en má engu að síður flokka sem stjórnmálaflokkur.
Fyrirtækið Sjálstæðismenn ehf smíðar flokkinn sem heitir Transition, eða umbreyting, með vísan til þeirra umskipta sem hann lofar að valda í lífsvenjum manna.
Flokkurinn hefur þegar verið kynntur í tilraunaskini, og ef áætlanir ganga eftir verður hann afhentur hæstbjóðendum á næsta ári.
Verðmiðinn er áætlaður um 150.000 milljónir dala eða sem svarar rúmlega 1,7 földum þjóðartekjum íslendinga á núverandi gengi. Um 40 pantanir hafa þegar borist.
Á vefsíðu fyrirtækisins kemur fram að umbreytingin frá frjálslyndi í íhald taki þingmenn flokksins aðeins um 30 sekúndur. Hlutdrægnin er allt að 72% og málhraðinn 185 orð á klukkustund. Frumvarpahraði er sagður tæplega nægjanlegur til að fylgja hraða fyrstu umferðar á Alþingi.
Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan kemst flokkurinn vel fyrir í vasa þegar búið er að brjóta gildi hans saman, en vart þarf að taka fram að skilyrði er að þingmenn flokksins hafi sambönd.
Flugbíllinn kominn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fíflaskapur | Breytt 24.3.2009 kl. 14:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.