24.2.2009 | 12:46
Erfitt að halda áætlun?
Ef þú ert í vandræðum með að halda þig við fjárhagsáætlunina þína mæli ég með þessum hugmyndum:
1. Verum raunsæ. Þegar áætla á mánaðarlega neyslu, taktu mið af venjulegri neyslu. Ef þú eyðir 80.000 kr í mat, ekki skrifa 50.000 kr í áætlunina. Skrifaðu 80.000 kr en taktu stefnuna á 50.000 kr. Vanmat mun koma þér í vandræði seinna í mánuðinum.
2. Verum þolinmóð. Ef þú hefur aldrei lifað með áætlun, mun það taka þig tíma að aðlagast því. Gefðu þér tækifæri og notaðu fyrstu 6 mánuði til að skrá alla neyslu og fínstilla upphæðir á áætluninni.
3. Verum upplýst. Söfnum saman eins miklu af upplýsingum og við getum um afslætti og lægri verð. Verkalýðsfélagið þitt niðurgreiðir ótrúlegustu hluti. Hringdu í fyrirtæki og safnaðu upplýsingum um vörur. Fylgstu með auglýsingum í fjölmiðlum, safnaðu afsláttarmiðum, því margt smátt gerir eitt stórt. Því meiri upplýsingar sem þú hefur, því betri ákvarðanir getur þú tekið.
4. Tölum saman. Ef þú ert gift/ur, talaðu við maka þinn um vikuleg, mánaðarleg, árleg markmið og framtíðarmarkmið. Talaðu við börnin þín um þeirra ábyrgð á heimilinu. Öll fjölskyldan á að vinna saman að markmiðum, ákvarðanatöku og fylgja áætlunum í samvinnu.
5. Verum samkvæm sjálfum okkur. Finndu fjárhagsáætlun sem hentar þér og haltu þig við hana. Hafðu eitt kvöld í viku til að vinna yfirlit og yfirfara eða lagfæra áætlunina.
6. Verum þrjósk. Vinir þínir og fjölskylda gætu (munu) talið þig rugludall að lifa eftir fjárhagsáætlun. Og eins og unglingar í skóla munt þú finna félagslegan þrýsting í þá átt að lifa eins og þau. Vetru þrjósk/ur og stattu við þínar ákvarðanir. Ekki láta blanka fólkið stjórna þér
7. Verum gjafmild. Allar áætlanir eiga að gera ráð fyrir gjöfum. Persónulegum gjöfum, gjöfum til góðgerða og styrkja.
8. Tökum ábyrgð. Um leið og það er gott og fallega hugsað að hjálpa þeim sem minna mega sín, er það þó svo að það er ekki á okkar ábyrgð að hjálpa öllum. Við höfum ekki efni á að kaupa happdrættismiða, dagatöl, klósettpappír og aðrar vörur frá öllum samtökum og félögum. Við lærum að taka samviskubit út úr áætluninni. Við gerum ráð fyrir ákveðinni upphæð í gjafir og góðgerðamál, og það er upphæðin sem fer í góðgerðamál.
9. Verum vakandi. Fylgstu vel með hvernig þú tekur á aðstæðum þar sem þú ferð fram úr áætlun. Eyðir þú meira en þú áætlaðir í gjafir? Mat? Eldsneyti? Hvers vegna gerir þú það? . Þú getur skrifað niður hvaða tölu sem er, en við þurfum að fylgja áætlun ef áætlunin á að þýða eitthvað. Taktu á þessu með því að skrifa niður allar tölur um útgjöld og veittu því athygli hvers vegna þú eyðir þessum pening. Eyðir þú meira í stressi? Vegna þreytu? Svengd? Af því þú ert með hugann við annað? Lærðu að forðast aðstæður sem leiða til þess að þú eyðir um of.
10. Verum öðruvísi. Þú gætir verið eina manneskjan í götunni sem á ekki sjónvarp. Jafnvel verið þessi furðulegi nágranni sem safnar dósum. Hvernig lýst þér á að hætta að leigja vídeómyndir og fara að lesa bækur af bókasafninu? Hvernig væri lífið ef þú hættir að drekka gos og drekkur bara vatn í staðinn? Hver ákvörðun sem þú tekur þarf ekki að vera yfirdrifin, en þú ættir að vera aðeins öðruvísi á einhverjum sviðum. Að spara pening getur verið auðvelt, sérstaklega ef þú aðlagar áætlunina að þér og þínu lífi. Sem dæmi: Ég hef ákveðið að framfleyta mér án þess að taka lán. Þetta gerir þig öðruvísi, en á sama tíma ertu kúl!!
Flokkur: Afnám skulda | Breytt s.d. kl. 12:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.