10.2.2009 | 14:41
Ef ég væri ríkur - Tekjuskortari part II
Rauður þráður gegnum söguna er ásókn í auðæfi. Alla dreymir um meiri pening og ímyndin er sett í samhengi við vörubílsfarma af peningum, og að nóg af peningum reddi öllu. Kaupa allt!!!
En það er ekki málið. Peningurinn reddar engu nema hugarfarið, uppskriftin sé rétt.
Þú eldar ekki nautalund með uppskrift að grjónagraut!!
Tekjuskortun hefur ekkert með pening að gera. Bara alls ekki. Skortari gæti unnið milljónir í lottói og það hverfur samt. Eina sem gæti lengt tímabilið þar til allt er uppurið og skuldasöfnun hefst á ný er hærri lottóvinningur.
Tekjuskortarar sitja í þeirri uppskrift að sama hvað þeir vinna eða spara, það vantar alltaf fjármagn. Fjármálin á einföldu máli leka, mígleka!!!
Vandamálið er hugarfarið og hugarfarsleg nálgun að peningum.
Með þetta að leiðarljósi má fara að skoða leiðir út. Vil benda á það strax að þetta verður skemmtilegt ferðalag, þar sem þú lærir að þekkja hæfni þína og kunnáttu, en það er grunnurinn að auðlegð þinni. Ennfremur má benda á að núna er ekki enn ein stundin þar sem þú staldrar við og horfir til baka, rifjar upp vonda tíma og erfiða. Fortíðin er fín að hafa til hliðsjónar, en það er vegna fortíðar þinnar sem þú ert í þessum sporum, og því er tími til kominn að leggja áherslur á nýja hugsun. Hugsa um daginn í dag.
Vinnan hefst í dag, með það sem þú átt í dag.
1. Tekjuskortarar síendurtekið undirverðleggja vinnu sína.
Eitt af því fyrsta til að huga að er að þetta snýst um þig. Þú hefur hæfileika og kunnáttu og mestar líkur eru á að þú hafir undirmetið það. Vegna þessa undirmats hefur þú undirverðlagt þig, og þannig ekki þénað pening í samræmi við þekkingu þína og hæfni. Þú þarft að kynnast þínum hæfileikum og sjá hvernig aðrir verðleggja sömu hæfileika. Ertu að nýta þína bestu hæfileika? Ertu sambærilegur?
2. Tekjuskortarar eru áhættufælnir.
Það er vegna þess að þú undirmetur sjálfan þig sem áhættufælnin fær að dafna. Þú síendurtekið vanmetur hæfni og kunnáttu, dregur þig niður, og því forðastu að taka áhættu. Í staðinn fyrir áhættulausa stefnu, eða stefnuleysi, skaltu reikna með áhættum og reikna áhætturnar. Sjá hve mikið þú þénar eða tapar á hverju verkefni, og gera verkáætlun byggða á þeim athugunum. Þú getur ekki útilokað áhættu, þannig að það næstbesta er að fara varlega og taka lítil skref. Yfirsýn yfir kostnað, fjárfestingar og sparnað. Aukið sjálfmat og sjálfstraust mun lyfta þér upp og þú munt vilja taka áhættur.
3. Tekjuskortarar eru ófókuseraðir.
Allir missa einbeitingu einhvern tíma. Reiður eða sorgmæddur, svangur, þreyttur eða jafnvel veikur eru ekki kjöraðstæður til að taka ákvarðanir. Með hugann við áhyggjur, ótta eða dagdrauma dregur þú frá þér orku og einbeitingu við vinnu, og það er nærri ógjörningur að taka góðar úthugsaðar ákvarðanir. Þú átt að láta hvers dags vinnu þína styðja langtíma áætlanir þínar, en ekki draga þig frá þeim.
4. Tekjuskortarar setja þarfir annara fyrir sínar.
Annara þarfir eru líka mikilvægar, en þegar þú setur þær fram fyrir þínar þarfir eru litlar líkur á að þú náir markmiðum þínum. Sem dæmi að vera alltaf að redda vinum og fjölskyldu, gefa þeim þinn tíma. Fylla daginn af litlum verkefnum sem þú rukkar ekki fyrir þína vinnu. Í öfgadæmum ertu að stela tíma frá fyrirvinnunni. Settu sjálfan þig og þínar þarfir í fyrsta sæti. Talaðu við sjálfan þig í fyrstu persónu.
5. Tekjuskortarar forðast að hugsa um fjármál sín
Tekjuskortarar hafa tilfinningu fyrir sínum fjármálum. Þeir hugsa mjög mikið um stöðuna án þess að setja hana á blað. Með þessu missa þeir tökin á heildarmyndinni, sem í huga þeirra verður ruglingslegri og óþægilegri. Þeir fara að óttast fjármálin og finna óþægindi í hvert sinn sem einhver ræðir fjármál. Fjármál verða feimnismál og skömm og vanmat býr um sig. Þetta er jafnvel stærsti hluti vandans og sá óþægilegasti, en ekki örvænta. Þetta er sá hluti vandans sem þú getur náð tökum á fyrst. Hér finnur þú þinn stærsta sigur. Bara setjast niður og taka saman yfirlit.
Svo snýrðu tekjuskorti í ávinning:
Byrjaðu að sjá og hugleiða að peningar eru tákn orku, ekkert annað. Peningar eru hvorki góðir né slæmir, aðeins einföld mynd orku sem flæðir til þín og frá þér gegnum vinnu og þjónustu.
Hættu að segja nei við peningum sem þér boðið, nema það sé ólöglegt eða siðlaust að taka við þeim.
Taktu ákvörðun um að minnka mótþróa og þröngsýni, og hætta hugsun og hegðun sem dregur frá þér orku.
Skipulegðu alla pappírsvinnu og búðu til rútínu til að borga reikninga og koma jafnvægi á bókhaldið.
Finndu upplýsingar um Rétt tímakaup og leggðu áherslu á vinnuframa og lífstíl sem byggir á Réttu tímakaupi í stað mánaðarlegrar innkomu.
Lærðu um kaupæði og síendurtekin tilgangslaus kaup, og leggðu áherslu á að hætta slíkri eyðslu.
Lærðu að hugsa um pening sem orku í skiptum fyrir verðmæti, og einbeittu þér að því hvað þú græðir andlega á auknum tekjum.
Hættu að taka lán sem eru ekki tryggð, til dæmis með veði.
Lærðu að spara og fjárfesta, og leggðu þig fram við að þéna meira til að gera þér það kleift.
Farðu á námskeið um peninga, farðu í hópavinnu, og finndu þér vini sem leggja áherslu á að byggja sig upp í auðlegð.
Fáðu einhvern til að aðstoða þig við að sjá og læra, og komast framhjá þessum slæmu venjum með fjármál.
Lærðu að fjárhagsleg fortíð er EKKI fjárhagsleg framtíð.
Það mikilvægasta að vita um tekjuskortun:
Það þarft ekki allt að breytast í dag. Þetta getur ekki allt breyst í dag. Að fá vakningu og meðvitund um vandann er fyrsta skrefið og það eitt er öflugara en þú gætir ímyndað þér. Ef þessar upplýsingar eru óþægilegar og vekja ótta og þú ferð að dæma sjálfan þig skaltu EKKI ÖRVÆNTA!! Við það eitt að lesa þetta blogg hefur þú vakið upp meðvitund og ert þegar byrjaður að vinna í átt til betra lífs. Hafðu þetta einfalt. Taktu fyrir eitt atriði, einn reikning, eitt verkefni og byrjaðu að vinna með það. Prentaðu þetta blogg út og lestu reglulega.
Mikilvægt er að finna fólk sem hefur verið í sömu sporum og þú ert núna. Við erum fjölmörg og við stöndum saman. Stuðningur okkar við þig skiptir þig máli núna.
Mundu!! Þú ert eina fyrirstaðan í þínu lífi í dag
Velferðarvakt sett á laggirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Afnám skulda | Breytt 15.2.2009 kl. 12:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.