Koma svo!! Leka!!!

Ég er með hugmynd fyrir alla þá sem sitja með magann í hnút og samviskubit vegna vitneskju sem hrundið gæti spillingarkerfinu, en þorir ekki að tjá sig af ótta við spillingarkerfið.

 

Höfum Lekadaga.  Til dæmis á hverjum föstudegi.  Og þá leka margir, margir upplýsingum út um allt.  Hægt er að skilja upplýsingar eftir á glámbekk, senda í almennum pósti, senda fjölmiðlum nanflausan póst eða tölvupóst, skilja eftir í kirkjum og fleira. Bara senda, senda, senda.

Leiðirnar eru margar og geta verið með nafni og án.

Uppruni upplýsinganna er ekki mikilvægur, heldur að upplýsingarnar dugi til þess að opna fyrir og fletta ofan af spillingu.  Spillingu sem er að kosta venjulegt fólk atvinnu, húsnæði, framfærslu.  Aðstæður sem draga venjulegt fólk í skugga kvíða og ótta.  Aðstæður þar sem venjulegt fólk fær ósanngjarna meðhöndlun.  Aðstæður sem munu draga fólk til dauða.

 

Grípum til aðgerða.  Allt upp á borðið eins fljótt og hægt er.  Ég óska eftir góðhjörtuðu fólki innan spillingarkerfisins til þess að leka upplýsingum út um allt. 

Þeir sem leka og koma öllu spillingarkerfinu til að hrynja fá uppreisn æru hjá mér.

 

Koma svo!! Það sem Lekur nógu mikið, SEKKUR!!!


mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lekadagar eru frábær hugmynd.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.1.2009 kl. 14:24

2 Smámynd: Riddarinn

já svei mér þá ég myndi örugglega leka upplýsingum eins og sundurskotinn bali eftir þessa  PEPP grein en ég hef víst engum upplýsingum að leka og fæ ekki að vera með í lekandanum

En það er vita mál að fólk liggur á upplýsingum út um allt og aðeins lítill hluti af þeim upplýsingum skilar sér.

Stundum veit fólk ekki einu sinni hvað er löglegt og hvað ekki, gera bara eins og þeim er sagt og gróðavonin eða póltíkin þvingar þá til að gera hlutina án þess að hugsa út í siðferðið eða annað sem skiptir máli.

Ég sé ekki að neinn verði dreginn til ábyrgðar fyrir nokkuð hérna, ansi siðlaust sumt sem verið hefur gert í þessum fjármálaheimi og nú er fólk að sjá það í réttu ljósi.

Þetta sáu eflaust stóru kallarnir löngu fyrr og sáu hvernig væri hægt að moka peningum út úr þessu óregluverki og notuðu sér það.

En það kemur að skuldadögum, verst að almenningur sogaðist í þetta með sinni neyslugleði og vanþekkingu á því hvað væri að gerast í raun.

Almenningur veit lítið um þessi mál í fjármála heiminum og hvernig verðlag ákvarðast t.d. á erlendri mynt og sogaðist með öllum glamúrnum  og tók þátt í neyslu fylleríinu, það er staðreynd sem ekki verður undan litið aðalmenningur missti sig einnig í lántökum í allt og öllu, keypti allt á mánaðagreiðslum eða áratugi fram í tímann. 

En kannski betra að setja púðrið í að endurbyggja og taka á hinu með tímanum......en fólk vill uppreisn æru og draga þá réttu til ábyrgðar.

Riddarinn , 19.1.2009 kl. 14:30

3 Smámynd: Haukur Baukur

Rétt er það Riddarinn,

Setjum púðrið í uppbyggingu. 

Ég mun glaður borga allar mínar skuldbindingar sem ég stofnaði til í mínu fáfræði og neyslufylleríi.  En mér finnst að þjóðarskútan eigi ekki að draga sökkvandi langskip útrásavíkinga og spillingar lengur.  Við eigum ekki að kosta þeirra útgerð og við eigum ekki að ausa sjó úr þeirra skipi.  Klippum á þann spotta og leyfum þeim að sökkva.  

Haukur Baukur, 19.1.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband