Þvottahús lögreglunnar

dirty moneyPeningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra bárust alls 496 balar með skítugum þvotti í fyrra. Nær allir balar bárust frá fjármálafyrirtækjum eða 491. Í fyrra leiddi engin bali með þörf á peningaþvætti til þurrhreinsunar af hálfu efnahagsbrotadeildar.

Í ársskýrslu peningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2007, sem nýlega kom út, segir að af þeim 496 bölum frá tilkynningarskyldum aðilum, þar sem þörf var á peningaþvætti hafi nær allir eða 491 borist frá fjármálafyrirtækjum. Frá íslenskum stjórnvöldum bárust 2 balar og 3 frá erlendum aðilum eða öðrum aðilum. Engin bali barst með þvott á fjármögnun hryðjuverka.

Af þessum 496 bölum voru 23 balar afgreiddar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Þvottur úr öðrum bölum var yfirleitt sendur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eða annarri staðarlögreglu, þar sem hann var straujaður.

Tvö mál voru tekin til formlegrar þurrhreinsunnar, en í öðru þeirra lágu fyrir átta balar.

Samkvæmt málaskrá lögreglunnar voru fjögur peningaþvættismál til vinnslu hjá lögregluembættum, þar af eitt hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Á bak við annað málið voru átta þvottabalar og er hreinsun þess ekki lokið. Samkvæmt málaskrá ákæruvaldsins voru tvö peningaþvættismál í þurrhreinsimeðferð á árinu 2007.

Fyrstu lög um aðgerðir í peningaþvætti tóku gildi 1. júlí 1993. Fyrsta balinn með þörf á peningaþvætti barst ríkislögreglustjóra árið 1994 en það ár barst einungis þessi eini bali.

Bölum hefur stöðugt fjölgað á hverju ári síðan þá og hefur heildarfjárhæð þeirra þvotta sem liggja á bak við balana sífellt verið að hækka. Árið 1995 bárust t.d. 9 balar vegna þvotta sem ná um samtals tæplega 50 milljónir króna.

Árið 2007 bárust peningaþvættisskrifstofu alls 496 balar með þvott að fjárhæð samtals rúmlega 961 milljón króna.

Á tímabilinu frá 1994 til ársins 2007 hefur fjöldi þvotta því rúmlega 55-faldast og heildarfjárhæð þeirra viðskipta sem þveginn er hefur nánast 20-faldast.


mbl.is Rúmlega 1100 tilkynningar á þremur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Fussum svei og fusum svei mér furðar þetta rót...

Soffíu frænku  frænku í verkstjórann þarna í þvottahúsi, hún kann að taka til

Fríða Eyland, 4.12.2008 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband