Netið eykur efnahagsvæðingu

GjaldeyrirUpplýsingar og fróðleikur um efnahagsmál sem finna má á netinu elur af sér kynslóð af sjálfskipuðum stjórnmálamönnum, sem efnahagsgreina sjálfa sig og eru alltaf sannfærðir um að öll verstu einkennin eigi við þá. Þetta sýnir ný rannsókn sem framkvæmd var af Ríkisstjórn Íslands.

Vísindamenn rannsökuðu efnahagsleg leitarorð sem 300 þúsund vefnotenda slóg inn í leitarvélar og lögðu einnig könnun fyrir 515 starfsmenn um leit þeirra að efnahagsupplýsingum á netinu.

Niðurstöðurnar sýndu að netleit getur orðið til þess að fólk dragi kolrangar ályktanir um eigið þjóðfélagsástand og mikli einkennin yfirleitt fyrirsér, sannfærast t.d. um að fall banka stafi af spillingu. Sérfræðingar leggja því áherslu á að þeir sem hafi áhyggjur af þjóðinni leiti til stjórnmálamanns en reyni ekki að efnahagsgreina sjálfa sig.

Samkvæmt rannsókninni eru um 2% allra leitarorða á netinu tengdar efnahgsástandi. Internetleit eftir útskýringu á almennum kvillum eins og stýri- og yfirdráttavöxtum eða atvinnuleysi skila að jafnaði jafnmörgum síðum sem sem lýsa skelfilegum og mjög alvarlegum efnahagsmálum, eins og síðum sem koma með líklegri skýringar. Niðurstöðurnar geta því skekkt mjög skynjun þeirra sem leitar skýringa á einkennum, því tölfræðilega er mun ólíklegra að vextirnir stafi af alvarlegum efnahagsmálum en af hversdagslegum ástæðum eins og t.d. veðri.

Samkvæmt könnuninni sjúkdómsgreindi um þriðjungur þátttakenda sig rangt með of alvarlega efnahagsstöðu sem leiddi til þess að þeir höfðu meiri áhyggjur af eigin framtíð og andstaða jókst.


mbl.is Netið eykur sjúkdómavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, kannast við þetta.

Ég var viss um að ég væri með vírus og gúgglaði það. Ég komst að því að vírusinn hét Windows eftir að hafa lesið eina síðuna sem ég fann. Ég gerði eins og síðan sagði og nota núna bara Linux, og er síðan þá einkennalaus.

Ég er sennilega einn hinna öfráu en þónokkuðheppnu sem tókst að sjúkdómsgreina sjálfan mig sæmilega rétt.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband