Mótmæla banni við vinstri beygju

upphaflega allt önnur frétt á visir.is

mynd

Stjórn Íbúasamtaka Íslands mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun vinstri beygju af Efnahagsstefnu Ríkisstjórnar inn á Lýðræðislega braut, en Alþingi samþykkti í gær að loka beygjunni til reynslu í sex mánuði. Breytingunni er ætlað að draga úr álagi við gatnamótin og verður á reynslutímanum kannað hvort biðraðir á krepputímum styttist.

Stjórn íbúðasamtakanna fullyrðir að umferð um Gjaldþrotaveg sem þau segja að sé nú þegar alltof þung og hröð muni stóraukast. Stjórnin treystir því að ríkisstjórn leiðrétti þau mistök að samþykkja lokunina.

Stjórnin bendir ráðamönnum á að Gjaldþrotavegur kljúfi heimili og yfir götuna þurfi hundruð fjölskyldna að ganga á degi hverjum. ,,Mikil mildi er að ekki hafi orðið stórslys á gangandi vegfarendum á Gjaldþrotavegi og bráð nauðsyn að bæta þar umferðaröryggi og draga verulega úr umferð um götuna frá því sem nú er," segir í ályktun stjórnarinnar.

Samþykkt alþingis um að heimila lokun kemur íbúum Íslands í opna skjöldu þar sem forsætisráðherra hafði síðastliðið vor heitið íbúum landsins að hugmyndir um lokun vinstri beygju af Efnahagsstefnu Ríkisstjórnar inn á Lýðræðislega braut hefðu verið slegnar af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti bæta við hraðahindrunum og hringtorgum á Gjaldþrotaveg.

Kveðja,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband