Ef við værum öll bændur....

....gæti fréttin hljómað svona:

Hópur bænda sem tapaði búfénaði í túni Landsbankans hefur ítrekað kröfur sínar um bætur. Hópurinn þingaði í gær með Elínu Sigfúsdóttur, bankastjóra nýja Landsbankans og Ásmundi Stefánssyni, formanni bankaráðs.

Á fundinn mættu tæplega 200 mans sem tapað hafa rúmum þriðjungi búfénaðar á túni Landsbankans. Mikil reiði ríkir meðal eigenda búfénaðarins. Sú reiði beinist ekki síst að starfsfólki Landsbankans sem hvatti bændur á sínum tíma til að reka fé sitt úr fjárhúsum yfir á túnið. Ógirt túnið var kynnt sem fjárhús og því áhættulaust og án bindingar. Túnið hafi ekki verið kynnt þannig að fólk ætti á hættu að tapa verulegum hluta höfuðstóls búfénaðar síns. 

Fjármagn á mynd tengist ekki fréttAfgirðingarstefna túnsins var og harkalega gagnrýnd og ítrekaðar kröfur um að rannsakað verði hvort innherjar hafi verið í þeim hópi sem smalaði til sín vænum gimbrum fáum dögum fyrir hrun bankans. Að minnsta kosti 700 fjár streymdu úr túni Landsbankans fáum dögum fyrir hrunið.

Á fundinum var upplýst að fyrrverandi stjórnarformaður túnsins hafi sagt upp störfum en ein krafa fjármagnseigendanna var að framkvæmdastjórinn yrði látinn víkja, m.a. vegna óskynsamlegra fjárfestinga og þess að túnið var verst girta tún gömlu bankanna þriggja.

Bændur sem áttu fé í túnum Landsbankans vilja að það sem sagt er tapað verði smalað og rekið í fokheld fjárhús sem yrðu laus eftir einhver ár. Kindaajöfnun kemur einnig til greina eða að eigendur búfénaðar fái afurðabréf í nýju bönkunum. Þá hefur verið nefnt að þar sem um ríkisbanka er að ræða, geti áburðarafsláttur komið til.

Eigendur búfénaðsins segjast ekki ætla að borga fyrir óábyrg vinnubrögð  banka- og ráðamanna.

 

 


mbl.is Ítreka kröfur um bætur vegna peningabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband