21.10.2007 | 18:43
Heimsfaraldur
Já, og meðan ég man, Fuglaflensa er veikin sem var alveg að drepa okkur öll fyrir tveim árum. Flensan sem var að þurrka út Vietnam og fleiri asíulönd. Flensan sem fékk alla íslenska skotveiðimenn til að bjóðast til að sitja niðri í fjöru og skjóta alla farfuglana. Flensan sem var svo skæð að bandarísk stjórnvöld hvetja samlanda sína að vera heima, og heimsækja bara Grand Canyon eða eitthvað í staðinn. Flensan sem er ennþá á leiðinni.
Hvað kosta 10.000 skammtar af fuglaflensubóluefni? Hefði ekki verið nær að sprauta alla íbúa Húsdýragarðsins, þið vitið, þessa sem voru allir drepnir til öryggis.
Við erum voðalega heppin að landlæknir tekur ekki svona á árlegu inflúensunni okkar.
Bóluefni gegn H5N1 fuglaflensu keypt til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.