19.10.2007 | 09:53
Velkomnir allir bifhjólamenn
Á sama tíma og ég fagna og bíð velkomna í hópinn öllum þeim sem tileinka sér þennan magnaða lífstíl og fara að hjóla með okkur á bifhjólum, vil ég ítreka það að við verðum öll að vera vakandi í umferðinni.
RNU (rannsóknanefnd Umferðaslysa) benti á í skýrslu sinni um banaslys bifhjólamanns á Akranesi fyrr á árinu nauðsyn þess að auka hæfni ökumanna.
Þar segir orðrétt
Ökumaður hafði haft réttindi til að stjórna þungu bifhjóli í mánuð þegar slysið varð og bendir framburður vitnis til þess að hann hafi lagt áherslu á að hemla í stað þess að reyna að stýra fram hjá hættunni.
Sem tillögur í öryggisátt nefna þeir meðal annars
Mikilvægt er að ökukennarar leggi ríka áherslu á að þjálfa ökumenn bifhjóla í varnaðarakstri af þessu tagi. Rannsóknir hafa sýnt að það er algengt að ökumenn bifreiða aki í veg fyrir bifhjólafólk (sjá t.d. skýrslur á vef RNU um bifhjólaslys á Íslandi), líkt og gerðist í slysinu ámótum Akrafjallsvegar og Innnesvegar.
Ökumenn bifhjóla. Leggið ríka áherslu á að halda ykkur í formi, til dæmis með æfingum á plani og með ýmsum þeim öðrum æfingum sem þið fóruð í gegnum með ökukennara.
Skýrsla Rannsóknarnefndar Umferðaslysa
Bifhjólaástríða breiðist út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Langaði bara að segja að þetta myndband hér á síðunni er helv.. gott! Þegar ég var 6 ára lenti ég í mótorhjólaslysi, ég var að fara yfir götuna og sá hjólið laaaaangt í burtu þegar ég átti EITT skref eftir upp á umferðareyjuna og svo man ég ekki meir... Þau koma svo hratt að maður áttar sig ekki á því, svo það er um að gera að fara varlega í umferðinni, alltaf!
Samt langar mig að læra á mótorhjól þegar ég verð "stór"
Sigríður Hafsteinsdóttir, 19.10.2007 kl. 11:07
Það vekur óneitanlega upp spurninguna: Hvar eiga menn að æfa neyðarhemlun á 90 km/kls. á Íslandi? Það er ekki mjög klókt af RNU að hvetja til æfinga af þessu tagi vitandi að það eru ekki aðstæður til þeirra hér á landi.
Birgir Þór Bragason, 22.10.2007 kl. 09:11
Ég er algerlega sammála þér með þetta Birgir. Það er engin aðstaða fyrir alvöru akstursæfingar. Finnst það ótrúlega vitlaust, meðan mokað er milljónum í íþróttir barna og unglinga, og enn meira í "atvinnusportið", er sjálfsögðum hlut sem bjargar mannslífum ýtt frá hvað eftir annað.
haugurinn (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 10:41
ég hef kannski eitthvað misskilið skýrsluna en miðað við lýsingu á staðháttum og hvernig slysið varð að strædóinn keyrði þvert fyrir hjólið þá hefði hjólamaðurinn ekki getað gert neitt annað en að reyna að stoppa eða þá keyra út af. Ekki misskilja mig við hjólafólk getum alltaf haft gott að því að æfa okkur í að stöðva og sveigja frá en alveg sama þótt að það sé svínað fyrir hjólafólk þá er það bara hjólafólkinu að kenna og það er bara pirrandi að fá svoleiðis komment í andlitið ; (
Anna Björndsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 12:57
Það er rétt Anna, að of oft er okkur kennt um. Tvær ástæður eru þó taldar til þegar svínað er á okkur. Ökumaður bíls misreiknar stærð okkar og fjarlægð í okkur, eða bara hreinlega sér okkur ekki. Og annars vegar of mikill hraði á hjólinu.
Við verðum að læra að bregðast við því að við séum ósýnileg eða misreiknuð, og þá er ein lausnin að kunna að hægja á og beygja frá hættunni. Og þá er alltaf betra að við séum á minni hraða en meiri.
Önnur lausn er að hugsa með sér að við séum alltaf ósýnileg, og búast við hinu ótrúlegasta frá öðrum ökumönnum. Þannig hef ég oft náð að forða mér frá óhöppum.
Haukur Baukur, 24.10.2007 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.