Reiðileysi eða skipulag?

Ég á erfitt með að staðsetja hann Guðmund í pólitík. Einhvern tíma var hann framsóknarmaður, svo vissi ég af honum í Samfylkingu og svo aftur í framsókn. Svo er hann flokkslaus og orðað við hann sérframboð. Fyrir nokkrum dögum var ýjað að því að hann verði stjórnina falli ef Jón Bjarnason yrði "rekinn" og nú er það á hreinu að vinstri jafnaðarmaðurinn, sem er stundum á miðju, hagar sér eins og kapítalisti og er kominn í samstarf við súrrealíska anarkista.

Kannski snýst þetta ekki um staðsetningu í pólitík og hollustu við hugsjónir. Kannski er bara verið að veiða atkvæði. Og hann er líklega bara að ganga í gegnum það ferli að þurfa að skipta oft um beitu til að sjá hver bítur á hvað. Og það minnir mig á meðvirkni, en þar er ekki spiluð sókn og vörn heldur undirgefni og stjórnsemi.

Til upprifjunar fylgja hér helstu leikreglur í meðvirkni:

 

  • Vertu alltaf sammála andstæðingnum.
  • Aldrei sannreyna neitt né rannsaka. 
  • Alltaf álykta. 
  • Forðast að spyrja aðra beinna spurninga, tala í kringum hluti og ná frekar svörum með brögðum. 
  • Dæma andstæðingana eftir útliti og lífsviðhorfum. 
  • Ekki gefa sér tíma til að skoða og kynnast andstæðingnum, heldur dæma strax og harkalega. 
  • Ekki bíða eftir að andstæðingurinn geri næsta leik. Lesa frekar hugsanir og ákveða fyrir þá. 
  • Aldrei segja andstæðingnum hvað þú ert að hugsa. Reyndu frekar að senda þeim hugboð. 
  • Aldrei vera sammála andstæðingnum. 
  • Skildu leikflétturnar eftir á glámbekk.
  • Segðu andstæðingnum hvað þú ætlar að gera, en skiptu um skoðun mjög reglulega.
  • Gefðu ýmislegt til kynna á eins lumskan hátt og mögulegt er. 
  • Stjórnaðu andstæðingnum með hugsanaflutningi, þ.e. ekki segja neitt. Gefa svipbrigði. 
  • Talaðu beint út og sjokkerðau andstæðinginn.
  • Gefðu allt eftir til að vinna næsta leik. 
  • Gerðu allt til að vinna næsta leik. 
  • Ekki sýna réttar tilfinningar. Feikaðu svipbrigði til að rugla andstæðinginn. 
  • Ekki tala beint við andstæðinginn. Talaðu við marga aðra og komdu þannig skilaboðum til hans. Segðu samt aldrei sömu söguna tvisvar. 
  • Gerðu ekkert til að vinna næsta leik. 
  • Frestaðu næsta leik alveg fram á síðustu stundu. 
  • Farðu oft yfir hvernig síðasti leikur hefi getað farið betur. 
  • Gefðu ekkert eftir til að ná andstæðingnum. 
  • Spurðu alla um heilræði fyrir næsta leik og gerðu ekkert af því. 
  • Gerðu lítið úr, breyttu eða afneitaðu því hvernig þú spilar með. 
  • Haltu þig bara við staðreyndir og sannreyndar niðurstöður
  • Vertu algerlega óeigingjarn og reyndu að haga því þannig að andstæðingurinn vinni næsta leik. 
  • Forðastu að taka ákvarðanir. 
  • Dæmdu allt sem þú hugsar, segir og gerir harðlega. 
  • Farðu í fýlu ef andstæðingurinn eða áhorfendur veita þér viðurkenningu, hrós eða gjafir.
  • Ekki biðja um hjálp. 
  • Gefstu upp í miðjum leik, jafnvel þótt þú sért að vinna. 
  • Breyttu skoðunum þínum og ákvörðunum til þess að forðast að andstæðingurinn vinni leikinn. 
  • Vertu næmur fyrir því hvernig andstæðingnum líður og láttu þér líða eins og honum.
  • Ekki gefast upp þótt það sé löngu ljóst að þú hafir tapað. 
  • Gefðu andstæðingnum ráð og leiðbeiningar óspurður. 
  • Helltu gjöfum og greiðum yfir þá sem þú vilt vinna. 
  • Notaðu kynlíf til að komast áfram í keppninni. 
  • Hættu við að keppa, en ákveddu svo að halda áfram á síðustu stundu. 
  • Láttu bíða eftir þér. 


mbl.is Gríðarlegur áhugi á framboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stjórnmálafótbolti?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2011 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband