Uppbygging samfélagsins eftir hrun

Ég er ekki lengur hissa hvers vegna margir bera lítið traust til annarra eftir hrunið. Og þetta sýnir svo vel hvert hugarfarið getur verið og hvernig fólk velur að hunsa samfélagið sem það hefur alist upp við.

Að sjálfsögðu munu einhverjir gagnrýna stjórnvöld fyrir auðlegðarskattinn en er þessi flutningur lögheimilis Steingrími að kenna? Ef einhver auðmaður er búinn að koma ár sinni svo vel frá borði að hann yrði að borga milljónir í auðlegðarskatt, er það þá ekki vegna þess að hann getur það? Jú, og ætti að gera það til að styðja við samfélagið. 

En því miður velur þetta fólk að leika fórnarlömb og flýr með peninginn með þessum hætti.

Við sem eftir sitjum fáum það tækifæri að styðja samfélagið okkar og byggja það upp á nýjum grunni eftir bankakreppu.

Kannski er það bara fínt að þessir súper-auðmenn séu ekki að taka þátt í þessari uppbyggingu. Þeirra hugsjónar er ekki óskað lengur. Gætum nýtt peninginn en hvaða fórn er það þegar við losnum við yfirborðskennda og siðlausar gróðahugsjónir og efnishyggju út úr samfélaginu?


mbl.is Auðmenn flýja auðlegðarskattinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Og hvað á fólk að gera ef auðlegðarskatturinn er farinn að taka 100% af tekjum þeirra?

Já, 100% skattlagning er staðreynd sem sumir þurfa að búa við - fólk sem á eignir sem ekki skila beinum tekjum, en teljast "auðlegð" getur þurft að sæta því að auðlegðarskatturinn nemi hærri upphæð en allar tekjur þess.

Skattlagning í þannig tilvikum er hrein eignaupptaka og það er að mínu mati skiljanlegt að fólk reyni að koma sér undan slíku.

Púkinn, 1.12.2011 kl. 11:21

2 Smámynd: Haukur Baukur

Já , það er örugglega sárt að vera milljónamæringur og vilja búa á Íslandi til ársins 2015.

Þegar horft er á heildina og þá annars vegar á þennan lúxusvanda milljónamæringanna og hins vegar vanda rúmlega 50% þjóðarinnar sem á einhverjum tíma árs á erfitt með að ná endum saman þá stend með skatti sem eykur jöfnuð í samfélaginu næstu 4 ár.

En er það ekki líka hæpið að stóreignafólkið sem ætti með réttu að greiða tugi milljóna í auðlegðarskattinn hafi það svo bágt að það dekki ekki þennan skatt í fjögur ár?

Eða er þetta fólk eitthvað öðruvísi og þarf ekki að styðja við samfélagið?

Haukur Baukur, 1.12.2011 kl. 12:31

3 Smámynd: kallpungur

Hér sannast hið fornkveðna: því hærri sem skattarnir eru því færri eru krónurnar hlutfallslega sem í kassann koma.

Af engu koma engir skattar. Það hlýtur að vera augljóst.

Fólk er hætt að nota bílinn. Það er farið að brugga í staðinn fyrir að fara ríkið. Og þeir sem horfa upp á eignir sínar minka með hverju árinu taka upp sitt hafurtask og flytja í burtu. Svo er fólk að jarma um þjóðhollustu á sama tíma og ríkisstjórnarbjánarnir eru með hana í handfarangrinum á leið til Brussel. Idjótar alltsaman.

kallpungur, 1.12.2011 kl. 19:03

4 Smámynd: Haukur Baukur

Haha!! Kallpungur, þín orð gáfu mér hugmynd. Kannski heldur hæstvirtur fjármálaráðherra að af því hann fælir fólk frá því að eiga pening og vera milljónamæringar með skattpíningum, þá má vel vera að hann haldi að hann fæli fólk frá fátækt með sömu aðferðum.

Haukur Baukur, 1.12.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband