9.3.2010 | 13:27
Algerlega marklaus rannsókn
Stórmerkileg aðferðafræði við þessa rannsókn gerir hana að ég tel marklausa.
í frétinni segir:
"Vísindamenn á Brigham and Women’s sjúkrahúsinu í Boston spurðu yfir 19 þúsund konur 39 og eldri og sem höfðu eðlilegt holdafar hve mikið áfengi þær drykkju á hverjum degi. Síðan var fylgst með konunum í um það bil 13 ár."
Þarna er villan. Ef þú spyrð einhvern sem ók frá Reykjavík til Akureyrar hvað hann sá marga hesta á leiðinni, þá færðu ekki nákvæmt svar, frekar skot út í loftið. En ef þú spyrð viðkomandi áður en hann leggur af stað færðu aðra og nákvæmari niðurstöðu byggða á staðreyndum. Það er vegna þess að viðkomandi er meðvitaður um rannsóknina.
"Á 13 ára tímabili þyngdust þær konur, sem ekkert drukku, mest en konurnar sem sögðust drekka um það bil tvo drykki á dag þyngdust minnst. "
Það er vegna þess að þær sem fengu sér í glas fengu þar með tækifæri til að slaka á eftir erfiðan dag við salatbarinn, meðan hinar urðu að halda í sér í 13 ár. Þær ódrukknu leita því óumflýjanlega í kolvetni til að slaka á taugunum.
Ekkert óeðlilegt við „öfugu tengslin milli áfengisneyslu og hættu á að verða of þungur."
Greinarhöfundur virðist þó sjá að neysla áfengra drykkja getur haft andleg og líkamleg áhrif til hins verra, líkt og það að þyngjast. Þannig að það er alveg sama hvað þú gerir. Það er nú búið að sanna að þú getur sullað í áfengi og líðið illa, eða borðað óhollt og líðið illa.
![]() |
Áfengið heldur aukakílóunum fjarri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
------------
Það er vegna þess að þær sem fengu sér í glas fengu þar með tækifæri til að slaka á eftir erfiðan dag við salatbarinn, meðan hinar urðu að halda í sér í 13 ár. Þær ódrukknu leita því óumflýjanlega í kolvetni til að slaka á taugunum.
-----------
Helst til stór fullyrðing... það er ekki eins og rannsakendur geri ekki ráð fyrir faktorum eins og mataræði og fylgist bara með því hvort fólkið drekki eða drekki ekki.
Reyndar segir ekkert í rannsókninni að það sé áfengisneyslan sem slík sem valdi lægri þyngd heldur aðeins að það sé fylgni þarna á milli. Sjálfsagt er drykkjufólk t.d. líklegra til að reykja og drekka kaffi (sem bæði slá á matarlyst) og sé meira 'outgoing' en fólk sem drekkur ekki. Ég held að fólk sem drekkur sé mun líklegra til að kíkja út um helgar en að hanga heima fyrir framan sjónvarpið með snakk.
Aðalatriðið er svo að þegar þú ert með 20.000 þáttakendur (eins og þessi rannsókn) þá er það engin tilviljun sem ræður ferð.
Sveitavargur, 9.3.2010 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.