Veit ekki á hverra vegum...

„Ég veit ekki hver eigandinn var, á ég við. Ég hef farið í svona flugvél en á vegum hvers vélin var veit ég ekki.“

Ég hef mikið dálæti á þessu svari Boga varðandi einkaþotuna var sem hann ferðaðist með.

Ég hef aldrei farið til útlanda nema ég viti eitthvað um með hverjum ég fari.  Venja er að kaupa flugmiða með flugfélagi, vakna á undarlegum og óþægilegum tíma, eyði nokkrum klukkustundum í Leifstöð og ferðast með flugvél merktri flugfélagi.  Flugfreyjan er merkt, koddinn er merktur, maturinn, kaffibollinn og pakkinn utan um litlu rándýru brauðseniðina er merktur flugfélagi.

En fari ég hins vegar með einkaþotu, þá gæti ég trúað að ferlið verði allt annað.  Til dæmis ekki farið í gegnum Leifstöð, allt miklu þægilegra og fallegra, heitur matur á fallegum diski,  og egóið hækkar soldið. 

Myndi maður ekki spyrja:

"Vá strákar, af hverju er ég hérna?? Hver á svona geggjaða flugvél?"

 

gulfstream-3-interior21


mbl.is Bogi meðal farþega í einkaþotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband