Raunhæfar kröfur í búið

burglar-01-afKasper, fyrrum stjórnarformaður K.J.J. Group, gerir eignakröfu upp á 244 milljónir króna í innbú fjölmargra íbúða í miðbæ Reykjavíkur. Engin krafa er á kröfuskránni frá Jónatan, fyrrum forstjóra félagsins.  

Jesper, fyrrum framkvæmdastjóri KJJ Group, gerir eignakröfu upp á 81,5 milljónir króna. Þá gerir  Ljónið, fyrrum framkvæmdastjóri áhættustýringa hjá félaginu, kröfu í kjötmeti upp á 29 milljónir króna.

Að sögn Kasper eru þetta kröfur í ýmsan varning sem gleymdist við öll innbrot þeirra á landinu gegnum árin, svo sem heimilistæki á borð við uppþvottavélar og eldavélar, húsgögn, sjónvarpstæki, skartgripir, falleg málverk og jafnvel matur.  Telur Kasper að hafi þeir haft rúman tíma hefðu þeir að sjálfsögðu tæmt allt, en verði nú að sætta sig við að leggja fram kröfu í þann varning sem þeir félagar muni eftir.  Finnur hann mikla eftirsjá í því sem ekki náðist. 

Einnig hyggjast þeir fara fram á kröfu í bæturnar og nýju vörurnar sem það góða fólk sem þeir brutust inn hjá hafa nú fengið, í skiptum fyrir gamla óseljanlega draslið sem þeir tóku áður.


mbl.is Sigurður gerir launakröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh.. Þú ert svo skemmtilegur karakter Haugur!

Takk fyrir þessa skemmtilega kaldhæðnu samlíkingu.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 10:46

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábær samlíking

Sigurður Haraldsson, 22.1.2010 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband