Fékk lánaða 62 milljón pakka af Winston Light

Ég varð frekar fúll út í þá feðga eftir að ég setti skuldir "Vel reknu" fyrirtækja þeirra í samhengi. 

50 milljarðar, jafngildi skulda 1998 ehf og Haga, eru 160 þúsund krónur á hvern íslending, og gæti nýst til að staðgreiða 2 Boeing 787 Dreamliner flugvélar, glænýjar. 

Ef þú hefur ekki áhuga á flugvélum, þá skulda Hagar 10 þúsund nýja Toyota Avensis (á verði dagsins í dag), eða 50 þúsund milljón lítra af mjólk, eða 62 milljón pakka af Winston Light.

Kannski forvitnilegt að tap FL Group, sem einmitt átti flugfélag, var 350 milljarðar (rúmlega 17 Boeing 787 þotur), og gjaldþrot Baugs er 320 milljarðar (16 flugvélar).

Hvað ætli það séu margir pakkar af Sígó?

 


mbl.is Jón Ásgeir segir Walker með í tilboðinu í Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

62 milljón pakkar af winston light kosta líka svipað og 60 milljón máltíðir handa fólki sem hefur ekki efni á að kaupa sér mat. Samhjálp, fjölskylduhjálp, rauði krossinn og fleiri góðgerðarstofnanir þyrftu ekki að biðja um fjárhagsaðstoð það sem eftir er aldarinnar hefðu þeir þetta fé milli handanna.....

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 16.1.2010 kl. 15:52

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Viðbjóður peningaveldisins

Sigurður Haraldsson, 17.1.2010 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband