Villan í kerfinu

Þetta er ein af mörgum villum í hagkerfinu okkar. Það er órökrétt að lækka tryggingagjald þegar samfélagið hefur efni á að greiða það (í uppsveiflum og góðæri) en hækka í kreppum þegar atvinnuleysi er hátt og erfiðara að greiða það. Ég held að á meðan þetta er svona þá fellur minnstur kostnaður á atvinnulífið þegar trygginagjald er lágt og mest á ríkið sem þarf að grípa inn í í kreppum svo fólk fái atvinnuleysisbætur. Tryggingagjald ætti að haldast óbreytt og nýta á góðærið til að byggja upp neyðarsjóð sem nýtist samfélaginu á næsta atvinnuleysistímabili.
Atvinnurekendur þurfa bara að sætta sig við að þeir eru hluti af samfélaginu og þessum sameiginlega kostnaði.


mbl.is 300 stjórnendur skora á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíminn sem fer í að skoða fjármál annarra

Það áhugavert hvað fólk er upptekið af því hvernig aðrir hafa það. Pælið í því ef allir myndu eyða þessum tíma í að horfa á eigin fjármál. Hvernig færi fjárhagsstaðan landsmanna þá? Það er líklegt að ef þú eyðir þessum tíma í þig að þá yrðir þú fljótlega...

Vera betri - ekki útundan

Ég er þeirrar skoðunar að ef við ætlum að hafa áhrif þá þarf að gera betur en gert er fyrir. Ef skortur á yfirsýn, fyrirgreiðslupólitík og óskipulag einkennir Alþingi þá þarf að gera betur en það, ekki minna. Að sitja hjá vegna upplýsingaleysis er það...

Svæfður eftir að hann ataðist í fé

Lög­regl­an á Sel­fossi tók þá ákvörðun fyr­ir helgi að láta svæfa starfsmann fjármálafyrirtækis sem staðinn var að því að nýta fé til auðs. Eig­andi fjár­ins, sem var á veltureikningum, kom að þar sem tveir starfsmenn voru að at­ast í fénu. Í ljós kom...

2 krónu afslættir olíufélaganna

Öll olíufélögin bjóða okkur afslætti ef við dælum sjálf. Mismikill afsláttur en 2 til 3 krónur virðast vera algengast og 6 krónur ef þú velur að versla alltaf á sömu dælunni hjá sama olíufélaginu. En hvað er 2 krónur mikill afsláttur? 2 krónur af...

Seinir umsækjendur eða fljótfær atvinnurekandi

Hann er að mínu mati ansi bráður að byrja að kvarta í dag, fjórum dögum eftir að auglýsingin birtist og tíu dagar eftir af umsóknarfrestinum sem er til 24.maí. Réttara væri að virða rúma umhugsunartímann sem hann sjálfur setti en að gagnrýna tilvonandi...

Fagleg vinnubrögð??

Svona orðaskipti eins og Ólína og Árni viðhöfðu í dag eru eitt af því forvitnislegasta í stjórnkerfinu okkar Íslendinga og það má að mínu mati ávalt mæla "andlega" stöðu mála og þreytu þingmanna á því hve snöggir og gjarnir þeir eru að falla niður í...

Varað við gylliboðum

Datt um aðra frétt sem á vel við: Landlæknir hvetur fólk til þess að vera gagnrýnið á auglýsingar um alls konar gylliboð þar sem boðið er upp á töfralausnir sem eiga að lagfæra það sem hrjáir landsmenn. „Frá örófi alda hafa komið fram töfralausnir...

Réttar vörur á réttum stöðum...

Þegar ég var lítill var hefðin sú að ég fór með mömmu og pabba í matvörubúð að kaupa mat. Bókabúðir seldu bækur, bensínstöðvarnar höfðu á boðstólnum hinar ýmsu vörur fyrir bílinn, sjoppur seldu nammi, dekkjaverkstæði þjónustuðu dekk, og...

Reiðileysi eða skipulag?

Ég á erfitt með að staðsetja hann Guðmund í pólitík. Einhvern tíma var hann framsóknarmaður, svo vissi ég af honum í Samfylkingu og svo aftur í framsókn. Svo er hann flokkslaus og orðað við hann sérframboð. Fyrir nokkrum dögum var ýjað að því að hann...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband