Lífslíkur þingmanna

Ég hef velt þeirri spurningu fyrir mér hvort það sé gott að vera þingmaður. Mikið andlegt áreiti og langir vinnudagar. Miklu að huga að og ekki að einföldum hlutum. Þess vegna datt mér í hug að skoða nánar vinnuöryggi alþingismanna, og þá sérstaklega lífslíkur. Niðurstöður rannsókna minna eru sláandi.

Fyrst skal nefna að gögn sem ég hef eru frá árinu 1875. Mjög ítarleg gögn eru til um ævi og störf flestra alþingismanna, dauðsföll og ástæður. Vegna persónuverndar mun ég ekki benda á neinar heimildir aðrar en althingi.is

Rannsókninni er skipt niður í tímabil til að auðvelda vinnslu og aðgreina nákvæmar orsakaþætti, og hvernig auka má lífslíkur á hverju tímabili fyrir sig.

Tímabil 1 (1875-1901)

Fyrsta tímabilið var hættulegasti tíminn til þingstarfa. Dánartíðnin er hér í sögulegu hámarki. Ekki einn þingmaður hefur fundist á lífi og því eru lífslíkur alþingismanna á þessu tímabili alls engar.  Úrlausnir á borð við bættar samgöngur og eftirlit með matarræði getur aukið lífslíkur, en sérfræðingar eru margir á þeirri skoðun að það muni ekki hafa mælanleg áhrif.

Tímabil 2 (1905-1935)

Á öðru tímabilinu er dánartíðni sláandi há þrátt fyrir bætta aðstöðu. Sumstaðar  er komið rafmagn og þokkalegar samgöngur. Matarræði er fjölbreyttara og næringarríkara, en samt er aðeins hægt að telja á fingrum annarrar handar fjölda núlifandi þingmanna frá þessu tímabili. Lífslíkur eru því mjög litlar, nánast engar.  Enn er bent á úrlausnir eins og bætt matarræði, stuðning við félagsþjónustu og almennt heilsueftirlit til að auka lífslíkur þingmanna á þessu tímabili.

Tímabil 3 (1935-1965)

Þriðja tímabilið markar tímamót því dánartíðni nánast fellur eins og ónýtur gjaldmiðill. Og hér er í raun líka stórt stökk uppávið hvað varðar vinnuaðstöðu. Símar og ritvélar á bera dagsins ljós, sessur og enn meira úrval næringarefna í mötuneyti leiðir til þess að þeir eru fjölmargir núlifandi þingmenn frá þessu tímabili. Lífslíkur þingmanna eru vel viðunandi, en betur má ef duga skal.  Þar sem slíkur fjöldi þingmanna er á lífi er bent á bætta félagslega aðstöðu, samskipti og fjölbreytt matarræði.  Trefjar virðast mikilvægar þessum hópi þingmanna. 

Tímabil 4 (1965-2009)

Að lokum er það fjórða tímabilið og jafnframt það besta.  Lífslíkur þingmanna í dag eru samkvæmt mínum niðurstöðum langbestar. Aðeins örfáir þingmenn hafa látist á þessu tímabili og að auki eru tækniframfarir ansi miklar. internet, farsímar, stafrænar myndavélar og fleira. Fjölbreytni í matarræði og hreyfing spila líka stóran þátt í auknum lífsslíkum.

lifslikur vs taekniNiðurstöður

Sérfræðingar deila um hvort það séu tækniframfarir í Interneti eða farsíminn sem auki lífslíkurnar svo mikið á fjórða tímabili, en það er dagljóst að á öllum tímabilunum eru stór stökk í tækniframförum og lífslíkur þingmanna nátengd. Ef þú ætlar að verða þingmaður er besti tíminn til þess fjórða tímabilið eða seinna. 

 

Niðurstöður eru þó sem fyrr segir mjög sláandi. Ég hef gögn undir höndum sem sýna svo ekki verði um villst að allir þeir sem setið hafa á þingi séu annað hvort látnir, eða muni að lokum deyja.  Samkvæmt þessu öllu er þingmennska lífshættulegur starfsvetvangur og mæli ég alls ekki með því að þú farir á þing.


mbl.is Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband