Sá er girnist pening, stelur!

Eða eitthvað svoleiðis.

Þetta er heimskulegasta og verst tímasetta forvörn sem ég hef séð.  Fólk sem tók leiðsögn og stefnu "samstarfsfélaga" í fjármálum, fær skóinn í óæðri endann ef það leitar aðstoðar.  Eigendurnir og yfirstjórn mega taka sér siðlaust fé úr ýmsum áttum, en starfsmaður á gólfi er snúinn niður og grunaður sem líklegur glæpamaður sýni hann vilja til að lifa af fjárhagserfiðleika. Gefið í skyn að þarna sé óreiðufólk og líklegt til að stela.

Rúsínan í pylsuendanum eru þessi orð  Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra "Hann sagði þó að fjárhagur þeirra sem fara með mikla fjármuni, hvort sem er í bankakerfinu eða annars staðar, verði að vera traustur. Sé svo ekki skapast hætta á að þeir í einhverjum tilvikum freistist til að seilast í það mikla fé sem þeir hafi undir höndum."  

Hvort er hann að tala um gjaldkerana eða eigendurna?

 

 


mbl.is Fólk í þröngri stöðu fellur frekar í freistni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband