12.11.2009 | 11:40
Nýr Kostur
Mikil eftirvænting hefur verið vegna nýju verslunar Jóns Gerald Sullenberger. Fólk sem ég hef heyrt í spyr sig mikið hvort hann verði ódýrastur.
Ég hjó eftir því að hann segist ekki ná að verða ódýrastur í öllum vöruflokkum, en muni gera út á góða vöru á góðu verði.
Eitt það augljósasta sem ég hef séð að lágverðsverslunum hingað til er ending ferskvöru. Til dæmis hef ég lært að ég versla ekki ávexti og grænmeti hvenær sem er, því það er greinilega ekki skipt út daglega. Oft er bara "drasl" í boði. "Fersk" vara, til dæmis kjötvara á stundum undarlega stutta lífdaga í ísskápnum mínum. Ég hef lært, kannski sætt mig við, að svona er þetta ef ég vil spara.
En auðvitað á þetta ekki að vera svona. Þetta eiga að vera lágverðsverslanir, ekki lágvöruverslanir.
Ég skora á ykkur að horfa ekki aðeins á verðmiðann, því ef varan endist illa og rennur út hratt, er hún líka að nýtist illa. Ef þú hendir oft útrunni vöru áður en hennar er neytt eða áður en hún klárast, þá þarftu að endurskoða kauphætti þína.
Ástæðurnar fyrir lélegri nýtni matvöru geta verið nokkar, til dæmis:
Þú borðar ekki það sem þú kaupir. Það er ansi algengt hjá þeim sem kaupa skyndibita í stað þess að elda heima.
Þú kaupir of mikið í einu. Þetta er algengt hjá þeim sem versla óundirbúið. Þetta er líka algengt hjá þeim sem versla á álagstímum, eru þreytt, svöng eða ergileg, og versla þannig mikið ónauðsynjar.
Þú verslar óundirbúið. algengt hjá þeim sem tileinka sér ekki innkaupalista, þ.e. kaupa ekki inn etir þörfum. Að versla eftir minni bíður upp á að versla ónauðsynjar. Þeir sem versla án þess að hafa á hreinu hvað verður í matinn í vikunni velja oft bara eitthvað í körfuna. Þeir sömu eiga líka mörg eintök af sömu vöru, t.d. nokkrar smjördósir, sósur og slíkt.
Gæði vörunnar eru léleg. Reynsla mín af sparnaði er stundum sú að ég vel lélegri vöruna því ég er að spara. Ef ég vel þessa leið ég verð að nota þessar vörur strax, annars skemmast þær eða renna út.
Ég mun eyða aukapening hjá Jóni og fá reynslu á hvers konar vöru hann býður.
„Neytendur okkar yfirmenn“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.