9.11.2009 | 18:24
Svo hoppum við í djúpu laugina
Merkilegustu bloggararnir, sumir hverjir frekar athugasemdarar, sem ég hef rekist á blogginu eru til dæmis Jón Steinar Ragnarsson.
(Uppfært) Athugasemdina hér að neðan eignaði ég upphaflega Jóni Steinari, en þetta voru ekki hans orð. Hann var að vitna í DoctorE. Athugasemdin hljómar svona:
"Guð er fjöldamorðingi og trúarsöfnuðir Nígeríusvindl. Gerist ekkihreinna og beinna. Þarf ekki að fara í Arameískar orðsyfjar ogfrumspekiloftfimleika til að sjá það."
Nú á ég minn æðri mátt sem ég þekki undir nafninu Guð, og ég þekki ekki til að hann hafi framið fjöldamorð. Minn æðri máttur hefur stundum verið ósanngjarn, en ekki get ég hermt á hann hörmungar heimsins. Þá tek ég frekar þá stöðu að athugasemdir sem þessi hér að ofan sé vit-leysa.
Þeir hópar þjóðfélags sem eru annars vegar uppfullir trúar, eða á hins vegar (að eiginsögn) gersneyddir trú, eiga það sameiginlegt að öll þeirra samskipti eru stútfull tilfinningum. Og það er það sem gerir samskipti þeirra svo merkileg og skemmtileg lesningar. Það eru alltaf einhverjar takkaýtingar, lokunarsvör, alhæfingar, hnyttin "vitsmunaleg" tilsvör, tilvitnanir sem sanna þversagnir, og alls kyns hugarleikir.
Kannski býr þetta fólk við þennan veruleika, að allt sé bundið lokunarsvörum, þú þetta þú hitt samræðum sem gera ekkert annað en að grafa undan heilbrigðum samskiptum. En ég held að innst inni eigi þetta fólk bara við einhvern vanda aðstríða. Hafa orðið fyrir einhverjum áföllum einhvern tíma og hafialdrei unnið úr þeim.
En svakalega er merkilegt að sjá þau reita hvort annað til reiði og sára.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Pælingar | Breytt 15.11.2009 kl. 15:26 | Facebook
Athugasemdir
"Ég hef rétt fyrir mér - þú ert að bulla!" Ég hef kynnst þessari röksemdarfærslu í annari umræðu, þar sem ég hef hinsvegar "alltaf" rétt fyrir mér! :P
Trú er ágæt - trúarbrögð geta verið skemmandi fyrir samfélag, sérstaklega hvað varðar fjölbreytni. Þegar fólk, hvort sem það er fólk sem trúir eða hefur enga trú, ætlar að troða sínum gildum á aðra, verða alltaf árekstrar, fordómar og fyrirlitning. Það vantar umburðarlindi hjá báðum - og opin huga hjá báðum.
Hvort sem það eru þeir sem trúa, sem taka bókstafinn ofar innihaldinu, eða þeir sem enga trú hafa, er hvoru tveggja hættulegt. Það er amk. mitt álit, eftir að hafa fylgst með þessari umræðu í nokkur ár.
Persónulega sé ég engan mun á Gunnari Krossfara og DoctorE - eða Snorra í Betel og kunningja mínum Jóni Steinari. Það er sami ofsinn í gangi, bara með öðrum formerkjum.
Skorrdal (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 06:04
Raunar var þetta í tengslum við brottrekstur DoctorE af ákveðnu bloggi þar sem ég kom honum til varnar og vitna þarna í frasa, sem hann hefur lengi viðhaft. Hans rök eru ekkert verri enb þeirra, sem fara í guðfræðilegar og kosmískar lopateygingar í þessu samhengi.
Hann er bara að leggja dogmað að grunni, á meðan aðrir eru að plokka út eitthvað allt annað. Þannig er þessi bók nú einu sinni. Full af þversögnum, sem í raun kansellera henni út.
Þú túlkar þetta ansi frjálslega hér.
Annar komst þú með athyglisverðan punkt, í þessu samhengi á mínu bloggi. Punkt, sem þó talar praktískt um þessa hluti. Eitthvað sem þó er hægt að skoða. Ég reyni eftir bestu getu að svara þér.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2009 kl. 16:55
Ég mundi spara mér þessa drugstore sálfræði í minn garð og dylgjur um heilsufar. Þú hefðir getað rætt þetta við mig eins og maður, ef þér mislíkaði. Þú virðist hafa einhvern skilning og yfirsýn, sem þú telur réttari, en þá getur þú útlistað það og rætt án þess að slá svona frá þér.
Það er satt hjá þér að þessar umræður eru oft æði óljósar og ruglingslegar, en það er vegna þess að þegar ræða á átrúnaðinn sjálfann við trúaða, þá eru þeir fyrr en varir komnir út í eitthvað kosmíkst argument um upphaf heimsins, orkusvið og andatrú. Það er einfaldlega flótti undan því sem um er rætt.
Ef það lýsir ekki einhverjum ótta og skorti á heiðarleika, þá veit ég ekki hvað gerir það.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2009 kl. 17:02
Það er enginn að tala um "Þinn" æðri mátt eða persónulega og prívat upplifun eins né neins í þessu samhengi. Það er óþarfi að taka þessar umræður á stig persónulegra móðgana.
Það sem um er rætt, er stofnanabundin trú og hinn Judeo Kristni guð, sem um er rætt. Þesi, sem er í Biblíunni, Talmúð og Kóraninum. Ef þú trúir ekki á þann guð heldur einhverja heimaprjónaða útgáfu, þá er það hið besta mál.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2009 kl. 17:06
Sæll Jón Steinar,
Ég sé að mínar hugmyndir um andlegt heilsufar þessara merkilegu bloggara hafa pirrað þig.
Það sem mér fannst áhugavert er þor þitt til að alhæfa. Að segja Guð fjöldamorðingja er mjög djarft kveðið. Að mínu mati stuðandi og gætu margir talið það móðgun við sig persónulega, og einnig við sinn guð og trúarbrögð.
En síðan lokarðu pent á frekari athugasemdir með því að segja þetta hreint og beint, og að ekki þurfi að ræða þetta með orðsyfjum og speki.
Ég setti þessi ummæli þín í samhengi við mína reynslu þar sem þeir sem aðhafast slík samskipti, þekkja best samskipti þar sem fæstir meina það sem þeir segja, og segja ekki það sem þeir meina.
Það var ekki mín ætlun að þú upplifðir þetta sem árás á þig.
Haukur Baukur, 13.11.2009 kl. 19:13
Upplifði þetta ekki sem árás heldur misskilning. Er ekki móðgunargjarn maður. Kannski hef ég misskilið þig eitthvað líka. Þannig að við skiljum kvittir.
Eins og ég sagði hér í upphafi þá voru þessi orð mín tilvitnun í DoctorE, en á hann hafði verið lokað fyrir að segja þetta nánast í hverju kommenti. Ég vildi bara benda á að þetta væri hans stíll, einfaldur og knappur og í engu ósannari fullyrðing en fullyrðingar um algæsku og óskeikulleika guðsorðsins.
Var í raun bara að reyna að slá á hysteríuna og fá menn til að hugleiða þetta í öllu sjálfsréttlætingarfárinu, sem gekk á þarna, þar sem hver heilaga kýrin tjáði sig með vanþóknun á fætur annarri.
Mín eina heilaga kú er málfrelsi og ég þoli illa mismunun þar.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2009 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.